Bravó

Loks kom einhver og sagði það sem segja þurfti. Færum Vesturlandsveg þannig að hann fari á milli Mosó og Reykjavíkur upp á Álfsnes og þaðan upp á Kjalarnes. Síðan þarf að laga leiðina úr Grafarvogi yfir Gullinbrú niður að Ártúnsbrekku. Sundabrautarklæðin eru enda orðin eins og sagan um nýju fötin keisaranns, þau leysa engan vanda.
mbl.is Varar við Sundagöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Birgir

Menn geta deilt um hvort göng séu lausn eða ekki. En þessi rök minna óþægilega þegar við Skagamenn beittum okkur fyrir lagningu Hvalfjarðarganga. Þá gekk maður undir mann að dæma göngin norður og niður og sagt var að þau lækju og mundu aldrei gagnast. Það var gengið svo langt að krefjast fangelsunar á okkur fyrir að gera göngin og sóa almannafé - sem reyndar var ekki þar sem þau voru gerð fyrir lánsfé með veði í göngunum sjálfum. Margir verkfræðingar bölvuðu okkur í sand og ösku. Þeir hafa nú pissað aftur upp í vindinn með þessari athugasemd við Sundagöng.

kveðja

Björn Lár 

Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 08:18

2 identicon

Eitt er það sem mér þykir lakast ef vegur verður lagður yfir vogana vestan við Staðarhverfið og Mosó og það allt saman er að tapa þessari óspilltu og fallegu strandlengju. Það er alveg óskaplega gaman að labba þarna um með krökkum, nöldrarinn á einmitt þess háttar göngutúra á "harða disknum" í kolli sínum. Fjaran er ótrúlega hrein og þrifaleg oftast nær og þarna má sjá fugla af öllum tegundum - misjafnt eftir árstímum að sjálfsögðu - seli og náttúrulegan gróður bæði í sjó og á landi. Það verður mikil eftirsjón í því þegar þetta verður allt horfið undir veg.

Nöldrarinn (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 09:23

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það má spara ca. 10 Km fyrir þá sem fara úr miðbæ RVK út á Kjalarnes með því að leggja göngin um eyjarnar. Einni má beina stórum hluta af umferðinni fram hjá viðkvæmum byggðunum á leiðinni.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.3.2008 kl. 11:03

4 identicon

Vesfjarðagöngin eru í mun eldra bergi en Hvalfjarðargöngin. Við gerð þeirra var svo mikill leki að hlé varð að gera á gerð þeirra á meðan heiðarvatn tæmtist niður í þau. Leki við gerð ganga undir sjó er líka mögulegur og mun erfiðara að fást við hann.

Vigfús Eyjólfsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 16:43

5 identicon

Það er eitt í þessu málefni sem enginn virðist nefna, höfuðborgarsvæðið er á "virku" eldsvæði, það er að gos hafa orðið á sögulegum tíma í fjöllunum hér í kringum okkur og við höfum sem stendur nokkrar flóttaleiðir.

  1. Sjóleiðin, að öllum líkindum gengur ekki að rýma svæðið með skipum
  2. Suðurlandsvegur, liggur á milli Hengils og Bláfjalla, sem eru þau svæði sem eru líklegust til að gjósa á þessu svæði.
  3. Vesturlandsvegur,  sem er ekki nægilega stór til að rýma svæðið.
  4. Reykjanesbraut og fyrir Reykjanesið en sú leið liggur með fram Bláfjöllum og gegnum Hafnarfjarðarhraun sem er sennilega yngsta bergið á svæðinu.

Eru þetta ekki atriði sem ætti að taka með í umræðuna um umferðarmannvirki kringum höfuðborgarsvæðið

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband