Undarlegt

Ég hef enga samúð með drukknum ökumönnum, en var þessi að aka bíl? Bíl sem var ekki hægt að aka.
mbl.is Sat fullur undir stýri meðan bíll var dreginn á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Gott að löggan lætur svona stórglæpamenn ekki sleppa. Guð einn veit hvað honum hefði dottið í hug næst. Kannski að sulla í fjöruborðinu í SPARISK'ONUM.

Haraldur Davíðsson, 13.5.2008 kl. 14:20

2 identicon

Það er bannað skv. lögum að sitja ölvaður undir stýri á bíl sem er í gangi, hvort sem honum er keyrt eða ekki, ég held að sama gildi um bíl sem er á hreyfingu hvort sem hann er í gangi eða ekki.

Hvers vegna lét hann ekki eina edrú manninn í hópnum stýra bílnum, og hvað voru þeir að gera í fjörunni? 

Steinar (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:32

3 identicon

Forræðishyggjan er aðeins of mikil í þessu máli, þó það sé bannað að sitja undir stýri skv. lögum þá á nú ekki að vera mikið mál að meta aðstæður hverju sinni. Þarna virðist ekki nokkur einasta hætta hafa verið á ferðum, nema auðvitað að bíllinn færi á kaf.

Þó allir geti verið sammála um að ölvun og akstur fari alls ekki saman þá er ekki þar með sagt að menn séu gjörsamlega óhæfir um allt þegar þeir eru aðeins búnir að fá sér og því ætti að vera hægt að meta málið í svona tilvikum.

Allavega finnst mér 2 ár vera allt allt of mikið enda maðurinn ekki að keyra sjálfur (hann var með driver) en rétt skrapp til að redda, biluðum, jeppanum upp.

Maður fær það á tilfinninguna að Selfosslöggan hreinlega verði að fara GJÖRSAMLEGA eftir öllum lögum, oftar heldur en önnur lögregluembætti!? (sbr. t.d. málið þar sem kærasti er kærður fyrir að setja kærustuna sína í hættu í SLYSI og dæmdur í fangelsi)

Babu (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 15:02

4 identicon

Selfosslöggan er farinn að fara offari finnst mér.  Löggan þarna er að verða verri í framgöngu en Kópavogslöggan alræmda var á sínum tíma. 

Allir muna hið alræmda þvagleggsmál og þá meðferð sem konan sú fékk af löggunni.

Nýlega var maður dæmdur í fangelsi vegna slyss að kona hans varð fyrir er hann alli óvart óhappi.  

Og mörg fleiri mál hafa komið upp sem þykja vafasöm að rétt væri að dæma fyrir.

Sýslumaðurinn þarna virðist hafa þann ásetning að slá öll met í málshöfðunum á hendur fólki, sama hversu smávægilegar yfirsjónirnar eru.

Það ætti að gera opinbera stjórnsýsluúttekt á þessu embætti.

Einar Ármann Eyjólfsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 15:48

5 identicon

Ég efast um að við höfum frekar rétt á því að sitja undir stýri ökutækis sem dregið er frekan en að aka sjálf. Þessi einstaklingur hafði val á edrú ökumanni en nýtti sér það ekki.

Birkir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:08

6 identicon

Án þess að ég viti neitt um þetta mál þá spyr ég mig afhverju var hann undir stýri eigandinn af bílnum? Ég hef þá skoðun að sá sem var edrú keyrði bílinn í fjöruna og því hafi ölvaði eigandinn verið pirraður og ætlað að bjarga málunum sjálfur. Tek fram að ég veit ekkert um málsatvik. Mér finnst þetta vera algjört rugl hjá lögreglumönnum að handtaka hann, sýnir bara hvað sumir lögreglumenn geta verið óliðlegir. Ég hef alltaf staðið með lögreglunni í þeirra málum, eins og t.d. mótmælin við Norðlingaholt, en svona atvik fær mann til að endurskoða álit sitt á lögreglunni.

Gunni (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:18

7 identicon

Það getur vel verið að edrú ökumaðurinn hafi verið farinn, eða jafnvel að það hafi verið lygasaga hjá þeim, kannski voru bara fullir menn í bílnum þegar honum var ekið þangað.
En það var allavega ekki sannað.
Svo ég spyr ef aðstæður hefðu verið þannig að fólk í bílnum hefði getað verið í lífshættu, edrú ökumaðurinn komist í burtu til að sækja hjálp, svo komið að björgunarsveitamaður sem hefði hafið aðgerðir strax, einn ölvaður haldið um stýrið til að auðvelda drátt úr nauðinni. Hefði þá sá ölvaði verið dæmdur eins ef hann hefði hugsanlega verið að bjarga lífi þeirra sem í bílnum voru. Pæling.
Ég ætla allavega ekki að hjálpa neinum sem er á bíl í framtíðinni ef ég er ölvaður. Sýslumaðurinn á Selfossi tekur ábyrgðina á dauða þeirra sem ég gæti hugsanlega einhvern tíman bjargað eða hjálpað...

Örvar (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:53

8 Smámynd: Hin Hliðin

Aðstæður þarna, miðað við fréttina og dóminn, voru á þá leið að það var enganvegin réttlætanlegt að blindfullur maðurinn væri að stjórna bifreiðinni á meðan verið var að draga hana.

Það er hvergi talað um það í umferðarlögum að menn þurfi að vera að "aka" bifreið heldur er talað um að stjórna bifreið.  (45. gr. Enginn má stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki, ef hann er undir áhrifum áfengis.)

Lögreglan gerði nákvæmlega það sem hún átti, samkvæmt lögum, að gera. Lögreglan hefur ekkert leyfi til að vera "liðleg" þegar kemur að lögbrotum, starf hennar er bundið í lög og ef lögreglumönnum dettur í hug að vera "liðlegir" vegna svona mála geta þeir átt það á hættu að missa vinnuna eða jafnvel eitthvað verra.

Það er dómarinn sem ákvað að maðurinn væri sekur og ákvað refsinguna.

Hin Hliðin, 13.5.2008 kl. 21:48

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig gat maðurinn verið hættulegur undir stýri þarna? Hann stjórnaði ekki ferðinni. Samkvæmt laganna bókstaf er hann sekur, en þetta er nú helv... harður dómur samt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband