Rugluð eins og fyrri daginn

Á síðu Orkuseturs kemur þetta fram:

Frá árinu 1990 hefur losun gróðurhúsalofttegunda frá álverinu í Straumsvík minnkað um 70% á hvert framleitt tonn. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá álverinu í Straumsvík er helmingi minni nú en hún var árið 1990, þrátt fyrir tvöföldun í framleiðslu. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna framleiðslu áls í Straumsvík er með því lægsta sem þekkist í heiminum.

 

Síðan er á vegum Orkuseturs.

 

Hvað viltu gera Þórunn ? Hvað með að græða landið? Endurheimta votlendið? Viltu hætta að veiða fiskinn? Það mengar. Eða ertu bara að kasta ryki í augu þeirra sem þessa frétt lesa? 


mbl.is Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Biggi Braga.

Þegar umhverfisráðherra hefur heimild til að spara hnattræna losun á CO2 en vinnur beinlýsis gegni henni er hún að gera næstum kynslóðum ógagn og er ekki að vinna að verndum andarhúsloftsins en vinnur í stað þess gen henni en vinnur að að hlýnun.  

Farþegaflug ferðamannaiðnaður og vöruflug, þ.e. flug frá og til Íslands og innanlands nemur um 4.2 milljónum tonna af CO2, sem er svipuð og losun, 16 álvera á CO2 eins og þau eru hér á landi. Hvert tonn af áli sem framleitt er á Íslandi eða 790 þúsund tonn með raforku úr vatnsorku  í stað raforku úr jarðeldsneyti sparar andrúmsloftinu 13,2 tonn af koltvísýringi. (  790 þúsund x 13,2 CO2 ) = 10.4 milljóna af CO2 sparnaður á hnattræna vísu.                                       
   'Alvinnsla í dag sparaði andrúmsloftinu
10.48 milljón tonn á ári hnattrænt. 


Og að 1,0 milljóna tonna
álframleiðsla á Íslandi „sparaði andrúmsloftinu 13.2 milljón tonn á CO2 á ári.

 
Sparar 5-falda núverandi innanlandslosun á Íslandi og um 12% af núverandi losun í heiminum vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu!"
 Er eitthvað annað land í veröldinni sem getur sparað 5-falda losun sína hnattrænt á CO2 ?.

í Stern-skýrslunni og IPCC-skýrslunni og svo öðrum skýrslum og viðurkenndum rannsóknum sem lúta að sparnaði á CO2.

Vitna viðurkennd umhverfissamtök á þetta og benda á að auka eigi notkun á léttmálmum. 

Til verndunar loftshjúpsins. 

Sk, Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 28.6.2008 kl. 16:42

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Jamm, og verður þá álframleiðsla farin að binda gróðurhúsalofttegundir í miklu magni eftir nokkur ár - eða hvað?

Legg til að þú reynir að losa þig við pirringinn og mætir á útitónleika í kvöld

Haraldur Rafn Ingvason, 28.6.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Þú hittir laglega naglann á höfuðið góður punktur það er einmitt málið álið sparar.

Kv. Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 28.6.2008 kl. 17:19

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Umhverfisvernd á ekki bara að snúast um CO2-útblástur. Umhverfisvernd snýst um svo margt fleira eins og verndun umhverfisins sjálfs. Það breytti t.d. engu um loftslag jarðar þótt öll álframleiðsla heimsins færi fram á Íslandi, en það myndi auðvitað stórskaða Íslenska náttúru.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.6.2008 kl. 17:26

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Emil jú það breytir miklu að framleitt sé með vistvænum orkugjöfum í stað jagefnaeldsneytis, þetta er einfaldlega rangt hjá þér, lestu IPCC og Sternskýrsluna.

Kv. Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 28.6.2008 kl. 17:44

6 identicon

Ég held að því miður þá sé umhverfisráðherra þarna að stunda sömu vnsældapólitíkina og hennar flokkur stundar. Við verðum að gera okkur grein fyrir að ef við sem búum í þessu landi ætlum að halda áfram að vera með einn af hæstu lifistöndördum í heiminum þá verðum við að flytja út vörur öðruvísi koma engar tekjur inn í landið.

Ég ætla ekki að fullyrða um að álver framleiði mest verðmæti af því sem við flytjum út, en ég ætla samt að fullyrða að það væri talsvert minni velmegun í þessu landi ef ekki nyti 200 milljarða af tekjum sem álverin skapa landinu á hverju ári við núverandi stærð. Þeir sem halda að peningar verði til út frá einhverju öðru en að selja vörur, hvort sem þær heita ál, fiskur, kjöt, þekking eða eitthvað annað þurfa að taka smá raunveruleika próf. Ég veit ekki betur en að þetta fólk sem hæst mótmælir frekari virkjunar og framleiðsluframkvæmdum sé sama fólkið og grenjar hvað mest undan því að það þurfi hærri laun, hvaðan heldur fólk að peningar í launaumslögin á þessu landi komi? Af himnum?

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband