Þetta er eitthvað miklu meira en framúrakstur

Yfir heila línu, meira að segja tvöfalda, gatnamót framundan, sveigja á veginum sem hindrar sýn, þetta er eiginlega glæpur en ekki umferðarlagabrot.
mbl.is Hættulegur framúrakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru alltaf svartir sauðir til og ég hef varla tölu á hversu oft ég hef lent í ''næstum slysi'' vegna einhverra bjálfa sem eru með dómgreind á við saurbjöllu.

Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 18:25

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það fer nú lítið fyrir gáfum í skrifum þínum Þrymur.

Birgir Þór Bragason, 23.7.2008 kl. 19:31

3 identicon

Bíddu, er umferðalagabrot ekki glæpur?

Halli (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 20:05

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Lögfræði neminn Arndís skrifaði:

Bróðir minn spurði mig að því um daginn, hvort lögbrjótur og glæpamaður væri það sama í lagalegum skilningi. Ég velti þessu aðeins fyrir mér og komst að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að svo væri ekki, þar sem lögbrot og glæpur væru ekki það sama. Hægt er jú, að brjóta lög, án þess að maður teljist glæpamaður. Eða hvað? Maður sem keyrir yfir á rauðu ljósi verður vart talinn glæpamaður, hann hefur ekki framið glæp, í almennum skilningi orðsins. En hvar liggja þá mörkin? Hvenær verður lögbrot að glæp? Hefur orðið glæpur hugsanlega einhverja skírskotun í siðferði, en lögbrot ekki? Úhúhúh…

Í hegningarlögum er talað um auðgunarglæp, að því er virðist með vísan í það er annarstaðar í lögunum nefnist auðgunarbrot. Telst því varla um neinn greinarmun að ræða þar. Í sjómannalögum er talað um meiriháttar glæp. Verður af því dregin sú ályktun að til sé eitthvað sem heitir minniháttar glæpur (þá t.d. að fara yfir á rauðu). Skv. 49. gr. stjórnarskrárinnar má ekki hneppa alþingismann í varðhald eða höfða mál á hendur honum án samþykkis þingsins, nema hann sé staðinn að glæp. Má gera ráð fyrir (ekki ótvírætt þó) að skv. þessu ákvæði sé glæpur brot sem varði varðhaldi eða málshöfðun. Nú er sjaldnast höfðað mál á hendur mönnum fyrir að keyra yfir á rauðu ljósi. Refsing fyrir slíkt brot felst oftast í sekt og/eða leyfissviptingu. Verði dráttur t.d. á greiðslu sektar geta menn þó átt von á málshöfðun sem jafnvel gæti endað með fangelsun. Er greiðsludráttur á sekt þá glæpur frekar en gróft umferðarlagabrot?

Pæling.

Þetta skrifaði http://arnagun.blog.is/blog/arnagun og ég tók mér það leyfi að vitna í skrifin. Vonandi er Arndísi sama.

Mín tilfinning fyrir íslenskunni okkar er að, lögbrot er ekki glæpur en glæpur er alltaf lögbrot ef lög ná yfir glæpinn.

Birgir Þór Bragason, 23.7.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband