Fíkniefni eru böl

Svo virðist að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Fíkniefni, áfengi og lyf sem hafa áhrif á taugakerfið eru viðvarandi og vaxandi vandamál þegar kemur að akstri bifreiða.

Það virðis líka vera vaxandi vandamál þessi múgsefjun sem verður á blogginu þegar svona gerist.

 Tvö vandamál sem bloggarar leysa alveg örugglega hratt.


mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmmm.....ert þú ekki búinn að leysa þetta?

Ása (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 19:32

2 identicon

Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst menn sem hegða sér svona eigi að vera kærðir fyrir tilraun til manndráps.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:25

3 identicon

kærðir fyrir tilraun til manndráps af ásetningi eða gáleysi þá ?  Mér finnst persónulega bara að eiga að sekta hann og svipta réttindum til nokkra ára. En ef hann var undir áhrifum fíkniefna, verður vonandi refsingin þyngri.

Arnar (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 22:07

4 identicon

Veit nú ekki hvort það ætti að vera af ásetningi eða gáleysi, sennilega gáleysi þar sem engin hugsun virðist eiga sér stað í kollunum á þessum drengjum.

Það er ekki nóg að bara sekta þá fyrir umferðarlagabrot, því þetta er álíka hættulegt, mögulega hættulegra, en ef þeir hefðu mætt með leirdúfukastara og haglabyssu og farið að æfa leirdúfuskotfimi á lóðinni. Hvað ef einhver blettur á lóðinni hefði verið með ögn meira gripi en lóðin í kring? Slíkt hefur gerst hjá mönnum sem eru að reykspóla svona, skemmst er að minnast "snillingsins" sem var að æfa svipað tilburði á lóð R. Sigmundson síðasta vetur og endaði með því að aka inn í húsið, þú getur rétt ímyndað þér hvernig það hefði endað í þessu tilviki.

Svona hegðun sýnir eingöngu algert virðingarleysi gagnvart náunganum auk alvarlegs dómgreindarskorts og hugsanaleysis.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband