Merkilegur „óvart árangur“ í Bandaríkjunum

Ný rannsókn bendir til að dauðsföll í umferðinni verði færri í ár í Bandaríkjunum en venjulega. Meginskýringin er sögð breytingar á akstursvenjum vegna metverðs á bensíni.

 

 

 

 

Sérfræðingar segja eina ástæðuna fyrir fækkun banaslysa í umferðinni þá að fólk hafi dregið mjög úr óþarfa bílnotkun, svo sem helgarferðum og kvöldrúntum sem séu áhættusamari en akstur á lítilli ferð um hábjartan dag á tepptum þjóðvegum. Að auki kemur hækkun bensínverðs verr við táninga og aldraða ökumenn en slysatíðni beggja hópa er há. Hafa þeir dregið umfram aðra hópa úr bílnotkun. Þá hefur akstur á dreifbýlis- og sveitavegum dregist ennþá meira saman en á öðrum vegum, en þar hefur slysatíðni verið hærri en á stofn- og hraðbrautum í þéttbýli. Loks hefur fjöldi ökumanna freistað þess að minnka bensínnotkun með því að aka hægar, sem hefur einnig dregið úr hættu í umferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þetta styrkir þá skoðun að nýliðar eigi að fá að ná færni í akstri áður en þeir fara að aka á kvöldin og um helgar. Það gerist með því að veita réttindi í áföngum - bæði hvað varðar fjölda farþega og hvenær sólahringsins nýliðar í umferðinni fá að aka.

Þá er ekki síður eftirtektarvert að í Bandaríkjunum rétt eins og á Íslandi þá eru það sveitavegirnir sem eru hættulegir.

Birgir Þór Bragason, 30.8.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband