2+1 er yfirdrifið nóg!

Er ekki kominn tími á að það fólk sem myndar þessar sveitarstjórnir lesi sér til um öryggi á vegum? Kynni sér málið. Það má byggja þrisvar sinnum lengri 2+1 vegi fyrir sama fjármagn. Það er svo gott sem sama öryggi á 2+1 en verður þá á 150 km í stað 50 miðað við klikkaðar kröfur þessara sveitastjórnarmanna.
mbl.is Tvöföldun Suðurlandsvegar er forgangsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er bull í þér Birgir, ég hélt að þú hefðir áhuga á umferðaröryggi og jafnvel vit á því.

Það er alveg sama hvernig þú reiknar þetta þú leggur aldrei 150km í stað 50 km.

Öryggið er alltaf það sama hvað sem akreinarnar eru margar og hvort þær eru mismargar séum viðað tala um samskonar mannvirki sem aðskilur akstursstefnur.

Reyndu svo að vakna á báðum áður enn þú ferða að tala niður öryggisframkvæmdir í umferðinni á þeim tímum sem ríkið á að fara í framkvæmdir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.3.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Högni þú kemst ekkert með svona tali. Ef þú og aðrir þeir sem heimta rándýran 2+2 haldið svona áfram þá mun það kosta mörg mannslíf. Frestun sem nú þegar hefur orðið á vegabótuin á þessum vegi, vegna óhóflegra krafna, er orðin dýr. Hún verður enn dýrari ef þið hættið ekki þessu bulli.

Birgir Þór Bragason, 3.3.2009 kl. 11:00

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Vegagerð ríkisns gat verið löngu byrjuð að vinna verkið hún gerir ekki annað enn að gera skýrslur, við viljum að hún fari að vinna eins og tveir síðustu samgönguráðherrar hafa lagt fyrir hana, við erum ekki að reka á eftir þeim með neytt annað en að byrja.

Þú leggur ekki 150 kílómetra í stað 50 kílómetra Birgir og svona óábyrgt tal af manni sem litið er upp til í umferðaröryggismálum er ólýðandi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.3.2009 kl. 11:05

4 Smámynd: Áddni

Ég verð nú að svekkja þig Högni, að þetta er bull í þér. Umferðaröryggi á 2+2 vegum er ekki meira en á 2+1 vegum. Í sumum tilvikum er það verra!

Tölurnar ljúga ekki, og tölfræðin frá þeim löndum sem að hafa nýtt sér þessar lausnir tala sínu máli. (USA, Svíþjóð, Bretland)

Það eina sem að tapast er að það er ekki hægt að keyra á 140 km hraða alla leiðina og stofna öðrum ökumönnum í hættu.

2+1 er þetta mikið ódýrara...

Áddni, 3.3.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

„ Gera má ráð fyrir því að kostnaður við byggingu 2+2 vegina sé allt að fjórum sinnum hærri en fyrir 2+1 vegina“

Um þetta má lesa á vef FÍB

http://fib.is/?ID=1446&adalmenu=13

Birgir Þór Bragason, 3.3.2009 kl. 11:07

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það verður hægt að leggja 2+1 frá Reykjavík til Selfoss + Reykjavík til Borgarness + 40 km út frá Akureyri.

Það mun verða miklu meiri umferðaröryggisátak en lagning 2+2 Reykjavík/Selfoss FYRIR SÖMU UPPHÆÐ!

Birgir Þór Bragason, 3.3.2009 kl. 11:11

7 identicon

Suðurlandsvegur milli Hólmsár og Hveragerðis:

2+2 með mislægum gatnamótum: 9,2 milljarðar

2+1 með gatnamótum í plani: 3,7 milljarðar

Öryggisávinningur af Autobahn-lausninni er lítill eða enginn miðað við 2+1 veg en þeir 5,5 milljarðar sem hún kostar aukalega eru peningar sem ekki verða þá notaðir til að aðskilja akstursstefnur á Vesturlandsvegi (hægt væri að fara alla leið upp að Borgarnesi fyrir þennan pening) eða lengra austur fyrir Selfoss. Frekjuhundar í sveitarstjórnum á Suðurlandi mega hafa það á bakvið eyrað þegar þeir heyra af banaslysum framtíðarinnar á Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli að þeir bera ábyrgð. Ef skynsemin hefði fengið að ráða strax í upphafi áður en lagt var í tvöföldun Reykjanesbrautar þannig að allar leiðirnar útfrá höfuðborgarsvæðinu hefðu verið lagðar sem 2+1 vegir þá gætum við verið komin með slíka vegi upp í Borgarnes, austur á Selfoss og í Reykjanesbæ nú þegar, og nokkrir Íslendingar væru ennþá á meðal ástvina sinna og aðrir sloppið við örkuml.

Bjarki (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 11:19

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er alltaf sama öryggi varðandi framaná ákeyrslu meðan miðað er við samskonar mannvirki sem aðskilur akstursstefnur og skiptir þá engu hvað akreinar eru margar sitthvorumegin við mannvirkið og eða hvort þær eru mismargar.

Áddni tölur eru ekki alltaf yfirfæranlegar, á Reykjnaesbrautinni hefur hraðinn ekki aukist og þar hafa ekki orðið þau alvarlegu slys sem áður voru.

Þær skýrslur sem gerðar voru á sínum tíma um byggingarkosnað voru þannig gerðar að 2+1 miðaðist við hringtorg, ég man ekki hvað þau áttu að vera mörg, en 2+2 átti að vera með mislæg vegamót og bara á milli Hveragerðis og Selfoss áttu þau að vera 5 sem er alger óþarfi, ég held að ég muni rétt að á þeirri leið var reiknað með þremur hringtorgum, svo bara þarna er óásættanlegur mismunur.

Ég vil reyndar fá 1,5+1,5 með góðum öxlum og aðskyldum akstursstefnum og kenna fólki að nota axlirnar, síðan góð hringtorg en til að þau geti orðið góð er algert skilyrði að vegagerð ríkisins komi þar hvergi nálægt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.3.2009 kl. 11:20

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Og þarna kemur Bjarki með viðmiðun sem er ekki sambærileg.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.3.2009 kl. 11:22

10 identicon

Kostnaðartölurnar eru fengnar úr matsskýrslu Vegagerðarinnar sem kom út í gær, þetta eru valkostirnir sem nú eru á borðinu. Ég veit ekki hvaða viðmiðun þú ert annars að tala um.

Það sem er brýnt að gera á leiðunum útfrá höfuðborgarsvæðinu er:

a) aðskilja akstursstefnur

b) fækka tengingum inn á vegi

c) gera umhverfi vega öruggara

Þessu eru öllu hægt að ná fram með 2+1 vegi og það er mun ódýrara en að leggja nýja tveggja akreina akbraut meðfram gamla veginum og setja upp mislæg gatnamót til að tengjast hverjum einasta sveitaslóða á leiðinn eins og gert hefur verið á Reykjanesbraut og geggjaðar áætlanir varðandi Suðurlandsveg gera ráð fyrir. Ef svo ólíklega vill til að í nánustu framtíð verði nauðsynlegt að breikka vegi frekar vegna umferðarþunga þá er auðvelt að breyta 2+1 vegi í 2+2 veg í "þröngu sniði".

Við erum ekki stórasta land í heimi, við eigum ekki að nota flottræfilslausnir þar sem ekkert tilefni er til þess.

Bjarki (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 12:23

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Við erum ekki að biðja um dýrustu útfærslu, við viljum A), B) og C) það er ekki málið, við viljum ekki helling af mislægum vegamótum, það þarf ekki.

Það er hægt að leggja 2+2 á ódýrari máta en vegagerð ríkisins vill, vegagerð ríkisins er eini aðilinn sem vill öll þessi mislægu vegamót þ.m.t. mislæg vegamót uppá miðri Hellisheiði.

Þær skýrslur sem gerðar hafa verið fyrir vegagerðina eru pantaðar með ákveðana útkomu í leiðinni, vegna þess að þeir ætla hvað sem samgönguráðherra segir að leggja 2+1.

Jú Bjarki þú berð saman 2+2 með mislægum vegamótum og 2+1 með vegamótum af ódýrustu gerð, prófaðu að fækka vegamótunum eins og hægt er og hafa þau af ódýrustu gerð og sjáðu til hvort að munurinn sé svo mikill þá.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.3.2009 kl. 13:39

12 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Högni þú lemur hausnum við steininn. Ef maður gerir það oft þá endar það með því að maður meiðir sig.

Þú ætlast til þess að við sem erum á 2+1 lausninni lokum augunum og skiptum um álit. Á hveru eigum við að byggja þær breytingar? Orðum þínum eða þeim skriflegu gögnum sem liggja fyrir?

Það er hægt að auka öryggi á þrisvar sinnum lengri vegalengd fyrir sama fé og þarf í 2+2. Ég vil aukið öryggi víðar en á einni 50 km. leið.

Birgir Þór Bragason, 3.3.2009 kl. 13:50

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Birgir nei ég ætlast ekki til þess að neinn skipti um skoðun gegn sinni sannfæringu, ég er á þeirri skoðun að mismunurinn á þeim hugmyndum sem komið hafa fram í vegamálum sé bara ekki svo einföld eða réttara sagt möguleikarnir eru fleiri enn svo að nó sé að segja annaðhvort 2+2 eða 2+1 mér tekst bara ekki að koma því nógu vel frá mér, enn hef sagt að mín skoðun sé sú að skoða eigi mjög gaumgæfilega að gera það sem ég mundi þá kalla 1,5+1,5 og hafa axlirnar þannig að þær beri vel.

Enn ætli við séum ekki svipaðir þöngulhausar Birgir fyrir líklega um einu og hálfu ári eða svo, kannski tveimur hef ekki gott tímaskyn, varð "mótorhjólaslys" á Reykjanesbraut við Fitjar í Njarðvík, ef ég man rétt, þá skrifaðir þú eitthvað á þá leið ,, þetta verður rannsakað" fylgdirðu þessu eftir?

Fyrir tæpu ári var tengdasonur minn kliptur út úr bíl á Suðurlandsvegi og ég ætla að fylgja minni sannfæringu Birgir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.3.2009 kl. 14:33

14 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Áttu við þetta? Já ég ýtti á að þetta væri rannsakað. Bíl var ekið í veg fyrir hjólið, fyrsta hjólið rétt slapp, vinur minn ekki, hann féll og hlaut sennilega mestu áverkana vegna kantsteins og rafkassa við veginn. Þriðja hjólið rétt slapp.

Högni ég hef síðan í blaðaviðtali árið 1980 hvatt fólk til þess að nota öryggisbelti. Beltið bjargaði einum synin mínum. Mjög niðurnýtt umhverfi og ónýtar girðingar við lestarspor í miðri Kaupmannahöfn héldu ekki öðrum syni mínum frá því að verða fyrir lest árið 2003 með þeim afleiðingum að hann lést.

Ef ég mætti ráða þá myndi ég aðskilja aksturstefnur á milli Hveragerðis og Selfoss á um 80 til 90% vegar með steypublokkum á næstu tveimur mánuðum. Innan viku væri ég búinn að lækka hraðan þarna á köflum niður í 70 km/kls. Innan tveggja vikna væri ég búinn að láta setja upp hraðamælingarskilti sem sýna hraða þinn og blikka þig með ljósum ef hann er óeælilegur á fjórum stöðum við þennan vegarspotta. Þetta væri gert til þess að halda vöku þeirra sem um veginn aka. Það er margt fleira sem ég kæmi í verk fram að næstu kosningum og enn meira eftir þær ef ég réði og fengi til þess umboð áfram

Birgir Þór Bragason, 3.3.2009 kl. 15:25

15 identicon

Ég átta mig ekki á því Högni af hverju þú talar um þú viljir 1,5+1,5 veg en hafnar samt 1+2 þrátt fyrir að hún feli nákvæmlega það í sér! Ég ætti kannski að kalla það 2+1,5 veg svo að þú áttir þig á því hvað ég er að fara. Það þversnið að 2+1 vegi sem er verið að ræða um gerir ráð fyrir að "einfalda" akbrautin sé 3,75 metra breið með 1,5 metra vegöxl, þar að auki sé 1 metra öxl á milli akbrautar og víraleiðarans sem aðskilur einföldu akbrautina frá þeirri tvöföldu. Samanlagt er þetta 6,25 metra pláss og flenninægt rými til að víkja fyrir neyðarbílum t.d. Miðað við það sem þú hefur sagt í þessum athugasemdum þá sé ég ekki hvað það er sem truflar þig við 2+1 lausn þar sem mér sýnist hún fullnægja öllum þínum kröfum.

Bjarki (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 15:55

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég væri til í að taka á þessu með þér.

Ég er einmitt einn af þeim sem eru síhringjandi í bæði vegagerð, verktaka og lögreglu vegna lélegra merkinga, "lausagöngu" hrossa ofl.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.3.2009 kl. 15:55

17 identicon

Á mjög stórum hluta íslenskra þjóðvega er slitlagsbreiddin 6,0-6,5 metrar í heildina.

Bjarki (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 16:01

18 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Bjarki Íslenskir vegir eru of mjóir, kantar um allt land gefa sig undann vörubílum allann ársins hring og slitlagið er uppkeyrt í köntunum vegna þess að það er of mjótt.

Ég er að tala um í akreinum sem sagt eins og við segjum 2+2 akreinar eða 2+1 akrein þá mundi ég vilja skoða hvernig það liti út að hafa það ein og hálf akrein í hvora átt og alltaf að sjálfsögðu aðskildar akreinar og nota axlirnar til að hleypa fram úr, þetta tekur jafnmikið land og 2+1 en þannig væri hægt að hleypa framúr sér nánast alstaðar og byggja veginn svona allann hringinn og gera almennilegar afreinar, aðreinar og hjáreinar.

En umferðin hefur núna á tveimur árum vaxið hraðar en módel gerðu ráð fyrir hjá vegagerðinni hér á milli Reykjavíkur og Selfoss svo það er ekki hjá því komist að gera veginn 2+2 þó svo ekki sé það gert á "nýju drengjameti" á meðann má bara alveg gera eins og Birgir kemur inn á hér að ofan, það er bara ekkert að því að draga hraðann aðeins niður og setja "strax" upp bráðabirgða aðskilnað og byggja svo veginn á mannlegum hraða

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.3.2009 kl. 16:41

19 identicon

Mér finnst þú vera að lýsa einhverju stórhættulegu fyrirbrigði Högni. Vegaxlirnar ætti ekki að nota til framúraksturs bara upp á djókið, það er neyðarúrræði að nota þær til að hleypa umferð framhjá. Framúraksturinn á að fara fram á tvöföldum köflum 2+1 vega. 2+1 höndlar umferðina ágætlega, upp að 20.000 bílum á dag. Slík umferð mun ekki sjást á Suðurlandsvegi næstu áratugina, hvað sem öllum framreikningsmódelum líður. Það getur beinlínis verið hættulegt að byggja fjögurra akreina hraðbraut fyrir jafn litla umferð og er á suðurlandsvegi, hálkueyðing verður t.d vonlaus á Hellisheiði.

Bjarki (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 17:39

20 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hefurðu ekki séð svona vegi Bjarki, fyrir nokkrum misserum var Reykjanesbrautin svona og það gekk bara vel, þá var það haft þannig að það var sá sem hleypti framúr sem fór út á öxlina, þetta ætti ekki að vera svo flókið þar sem er 90 km/h hámarkshraði.

Nei bíddu nú aðeins við Bjarki, hálkueyðing gengur bara vel á Reykjanesbrautinni og Hellisheiðinni og í Svínahrauninu bæði á 2 og 1 hlutanum.

Hvenær fórst þú síðast um Hellisheiði og eða Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.3.2009 kl. 17:54

21 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þetta axlardæmi gekk nú ekki upp á Reykjanesbraut. Má ég minna á banaslys þar sem framúakstur á öxl (í óþolinmæði) kostaði mannslíf. Kyrrstæður bíll á öxlinni varð fyrir þessum á 90 km/kls. meðal annars vegna þess að stýrið er vinstramegin og ekki vegur að sjá hvort vogandi er að taka framúr hægra megin.

Birgir Þór Bragason, 3.3.2009 kl. 18:54

22 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Einmitt ég man eftir þessu, þetta er eitt af því sem þarf að huga að ef maður hugsar um þessa leið, enn þessi hætta er jú líka fyrir hendi á tveggja akreina vegum þar sem axlir eru ekki nógu breiðar fyrir kyrstæða bíla.

Líklega ónýt hugmynd, en ætla að gæla við hana aðeins meira.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.3.2009 kl. 20:11

23 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég hefi heyrt, að Svíar fjárfesti ekki í 2+2 vegum fyrr en umferðin er orðin a.m.k. 15 þús.

í hvora átt á sólarhring. Gaman væri, ef einhver ykkar eða aðrir gætu upplýst, eftir hvaða reglum Svíar vinna í þessum málum.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 9.3.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband