Það eru fyrst og fremst vextirnir sem þarf að lagfæra

Einföldum dæmið. Þú skuldar 30 milljónir vegna íbúðar, til 30 ára. Þú greiðir 1.000.000 á ári í afborgun.

Í vexti greiðast fyrsta árið 6% af 30 milljónum. Það gera 1.800.000 krónur, samtals 2.800.000.

Í Danmörku greiðir sá sem skuldar 30 milljónir á sama hátt 0,8% vexti. Sá borgar því 240.000 í vexti og svo eina milljón í afborgun. Það gera 1.240.000 krónur.

Hér munar „aðeins“ 1.560.000 króna. Það eru til margra ára of háir vextir sem eru bölið.


mbl.is Ójöfn dreifing skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki gleyma að daninn borgar ekki verðtryggingu ofan á hærri vextina.

Villi Asgeirsson, 30.3.2009 kl. 09:34

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þetta eru raunvextir eins og þeir eru núna.

Íslendingurinn, sem er á lægri launum, þarf að borga 130.000 krónum meira á mánuði af þessu láni.

Birgir Þór Bragason, 30.3.2009 kl. 10:02

3 identicon

Vextir og verðtrygging eru nú og hafa alltaf verið ástæðan fyrir nauðsyn þess að taka upp nýjan gjaldmiðil.

Fátæktargildra sem sniðin er að þörfum þeirra sem auðinn hafa í landinu og ná ávallt að telja fólki trú um að viðhalda því ástandi sem við búum við.

Guðgeir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband