Einföld skýring!

Hraðinn að aukast eða ökumenn taka ekki eftir sauðfé í vegkantinum! Rannsókn málsins lokið. Málið leyst. Er það ekki annars?

Ég var farþegi í bíl hjá bónda þegar hann ók á lamb. Bifreiðin var af gerðinni Land Rover og þetta var árið 1965. Bóndinn var þá sauðfjárbóndi. Hann ók ekki of hratt. Hann sá flest sem gerðist í kringum sig. Samt ók hann á lambið. Í mínum huga eru það frekar ytri aðstæður sem eiga mestan þátt í svona óhöppum. Hátt gras í vegarkanti er sennilega besti felustaðurinn fyrir féið.

Voru aðstæður rannsakaðar í þessum átta tilfellum? Voru þær vandlega skrifaðar niður? Voru teknar myndir? Það væri kannski málinu til framdráttar að lögreglumenn hröpuðu ekki að niðurstöðu ( þessi er sú vinsælasta (hann ók of hratt)). Þannig mætti nú kannski fækka þessum óhöppum og koma í veg fyrir að í þeim slasist eða jafnvel látist fólk.


mbl.is Talsvert ekið á sauðfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð athugasemd hjá þér!  Ég vil líka koma því á framfæri að það vantar mikið uppá að ökumenn fái upplýsingar um hvernig eigi að bregðast við þegar sauðfé er í vegköntum.  Sem betur fer venjast kindur oft umferðinni og hreyfa sig því lítið sem ekkert þó bílar keyri framhjá á hvaða hraða sem þeir fara.  Hinsvegar er æskilegt fyrir ökumenn að hafa eitt í huga, hér kemur dæmi:  Verið er að aka veg og framundan er 1 kind sjáanleg í hægri kanti og önnur kind í vinstri kanti, það þýðir að 99% líkur eru á því að þarna sé á ferðinni ær með lamb sem aftur leiðir af sér að miklar líkur eru á því að önnur kindin muni hlaupa yfir veginn.  Sama á við ef í öðrum kantinum er t.d. 1 kind og í hinum 2 þar sem ær eiga yfirleitt 1-2 lömb.  Mun minni líkur eru á því að fé hlaupi í veg fyrir bíla ef ,,kindafjölskyldan" er öll sömu megin við veginn :)

Ég er sannfærður um að ef umferðarstofa gerði smá video með þessum aðstæðum og sýndi nokkrum sinnum í sjónarpi myndi ákeyrslum á sauðfé fékka mikið!

H. Vilberg (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 11:50

2 identicon

Er vandamálið ekki líka að bændur eiga að halda gripum sínum innan girðinga. Ef sauðfé er við vegi á bóndinn þá ekki að sækja það og koma inn fyrir girðingu?

Ábyrgðin hlýtur að liggja hjá þeim sem á þessa gripi.

Jón Axel Tómasson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 12:02

3 identicon

Sæll Jón

Þegar vegir eru lagðir í gegnum heimalönd bónda girðir vegagerðin meðfram veginum og það er svo bóndans að viðhalda girðingunum og halda skepnum sínum innan girðingar meðan þær eru í heimalöndum.  Hins vegar girðir enginn meðfram vegum sem eru á afréttum (t.d. flestar heiðar landsins) hvorki vegagerð né aðrir. Bændur almennt reka fé á afrétt á sumrin og hafa að sjálfsögðu ekki kvöð á að girða afréttinn af.  Lendi ökumaður í að keyra á búfénað á afrétti þá er nú við fáa að sakast nema hann sjálfan.  Keyri hann hins vegar á búfénað þar sem búfénaður á að vera innan girðingar finnst mér í lagi að sakast við bóndann.

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 13:00

4 identicon

Það hefur verið mikil umferð íslenskra ferðamanna um Vestfirði í sumar. Flestir þeirra eru kannski óvanir landshlutanum og reikna ekki með því að rekast á kindur í sjávarmálinu um hásumar. Svo þegar það er farið að skyggja á kvöldin verður þetta meira vandamál. Ég skil það ágætlega hversvegna þetta gerist eftir ferðir mínar um Djúpið þó að ég hafi ekki lent í svona óhappi ennþá.

GS (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 13:10

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Afhverju er þetta meira vandamál þegar farið er að skyggja á kvöldin? Er þetta ekki bara ágiskun? Það væri annars fróðlegt að fá að vita tímasetningar á þessum átta óhöppum sem talað er um í fréttinni.

Birgir Þór Bragason, 19.8.2009 kl. 14:14

6 identicon

"Er þetta ekki bara ágiskun?"

Jú.

GS (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:17

7 identicon

Þetta er allavega óviðunandi ástand í Djúpinu. Ég hef verið þar í myrkri og bleytu og þá verða rollurnar svo gott sem ósýnilegar. Renna bara alveg saman við blautt malbikið. Það eina sem hjálpar er að þær eru með innbyggð endurskinsmerki þar sem það glampar á augun í þeim. Það er sennilega of dýrt að girða meðfram öllum veginum á þessu svæði (~150 km) fyrir þessar fáu skepnur sem eftir eru en eitthvað þarf að gera.

GS (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband