Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Bústaðavegur / Reykjanessbraut

Í frumdrögum um mislæg gatnamót á þessum stað kemur fram að óhöpp og slys á gatnamótunum kostuðu að meðaltali 173 milljónir á ári, árin 1999 til 2004. Þetta eru samtals 865 milljónir á fimm árum. Kostnaður við gerð þessara gatnamóta er áætlaður 450 milljónir og óhöppum og slysum mun fækka um 50%. Það tekur með öðrum orðum rétt rúm fimm ár að greiða upp þessa framkvæmd. Hví er málið ekki á dagskrá STRAX?

Því má svo bæta við að tjón sem verða á Miklubraut vegna tafa á þessum gatnamótum eru ekki inni í þessum útreikningum, en eftirfarandi stendur einnig í drögunum. Þannig nær biðröð norðan gatnamótanna síðdegis stundum upp eftir rampa og vel inn á Miklubraut. Kemur fyrir að röðin nær aftur að miðri aðrein frá Skeiðarvogsgatnamótunum og truflar innakstur þaðan. Einnig byrjar þá að myndast biðröð á miðakrein Miklubrautar sem truflar umferð á Miklubraut verulega og veldur umferðaróhöppum þar.


Hvort er alvarlegra?

Að aka fullur eða of hratt?
mbl.is Þrír 18 ára ökumenn stöðvaðir á ofsahraða í borginni um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ökuskóli í Roskilde

Fór og skoðað ökuskóla þar, sem er rekinn af danska FÍB, kallast FDM. Það eru þrjár hálkubrautir, ein fyrir bremsun á beinum vegi, ein sem er í beygju og loks ein, sem er snilld, en hún er í beygju og brekku. Þar eins og í Kastrup er kennd fyrstahjálp, það er búnaður sem fólk fer í og finnur hvernig beltin bjarga, vigt sem sýnir hvað maður vegur á 30, 60, og 90 km/kls, ég er rúm 10 tonn á 90 og vinur minn sem er aðeins 8 kílóum þyngri vegur 12 tonn á 90. Magnað

Yngstu nemendur sem þangað koma í umferðarfræðslu eru 12 ára! Er ekki kominn tími á að umferðarfræðsla fá sinn sess í skólakerfinu rétt eins og sundkennsla.


Ökuskóli í Kastrup

Til þess að fá að hefja ökunám í þessum skóla þarf fyrst að fara á sjö klukktíma námskeiði í fyrstuhjálp. Síðan þarf að standast próf í fyrstuhjálp. Þá fyrst fæst leyfi til að hefja ökunámið. Það hefst með þriggja klukktíma æfingu á sérstöku æfingasvæði þar sem kennt er á bílum sem ekki bera innfluttningsgjöld. Því næst eru 16 klukktímar með kennara úti í umferðinni. Námið heldur svo áfram á æfingasvæðinu þar sem fólk lærir á ýmsar hættur sem víða liggja. Hálkubrautir eru hluti af svæðinu.

Það er nú eiginlega svolítið merkilegt að þetta er ekki til á Íslandi.


Reykjavík hefur sérstöðu

Það eru fleiri störf í Reykjavík en íbúar.
mbl.is Erfiðar aðstæður og misskilningur ollu töfum á saltburði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík, árekstrarbæli Íslands

Samkvæmt tölum frá einu tryggingafélaganna urðu 11.100 umferðaróhöpp árið 2005 í Reykjavík einni. Það voru 56% umferðaróhappa á Íslandi það árið. Mikið er fjallað um Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Hringbraut þegar talið berst að umferðaróhöpppum í Reykjavík. Þó urðu innan við 10% þeirra á þessum þremur götum samtals, eða 1.021. Það eru því yfir 90% umferðaróhappa á öðrum götum og bílastæðum borgarinnar. Verstu gatnamótin árið 2005 þegar horft er til slasaðra voru gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Og svo kemur þessi setning: Flest tjónanna verða við ljósastýrð gatnamót.

Hafnfirðingar hafa á undanförnum árum fækkað ljósastýrðum gatnamótum og fjölgað hringtorgum og þar á bæ hafa menn séð verulegan árangur í umferðaröryggismálum. Er ekki kominn tími á að borgaryfirvöld taki þetta mál alvarlega?


Enn bjargar vegriðið

Afhverju aka menn ekki eftir aðstæðum?
mbl.is Þrjú umferðaróhöpp í Svínahrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risastór Suðurlandsvegur

Fari svo að Suðurlandsvegur verði 2+2 þá mun hann duga íslensku þjóðinni allt þar til við verðum þrjár milljónir. Slíkur vegur ber tíu sinnum þá umferð sem er á veginum í dag og það þarf stóra þjóð til þess að nýta slíka fjárfestingu. Er það í lagi að þingmenn láti eins og fjármunir til vegagerðar vaxi á trjánum? Verst er að menn láta núverandi 2+1 veg um Svínahraunið rugla sig. Sá vegur er sennilega versta auglýsing fyrir 2+1 veg í öllum heiminum.

Bjargaði vírinn?

Það skildi þó ekki vera að vírinn hafi bjargað þessum mönnum frá því að slasast?
mbl.is Grunaðir um að hafa verið undir áhrifum kókaíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki gott

Það kemur höfuðborgarbúum illa ef þetta gengur eftir. Þeir eru 2/3 þjóðarinnar og fara um þennan veg rétt eins og aðrir landsmenn. Fari svo að Suðurlandsvegur verði tvöfaldaður þá verður lítið eftir af aurum til þess að auka öryggi á Vesturlandsvegi, já og á Vestfjörðum og á Norðurlandi og á Austurlandi. Til þess að bæta svo gráu ofan á svart þá verður ekki til fé til þess að auka öryggi á öðrum vegum á Suðurlandi en Árnessýslu veitir ekki af slíku. Engin önnur sýlsa er með jafn marga látna, alvarlega slasaða og lítið slasaða á öllu landinu. Aðeins Reykjavík sjálf er verri.

Árin 1998 til og með 2005 létust í Árnessýlu 19 einstaklingar, 170 slösuðust alvarlega og 706 minnháttar. Í Reykjavík létust 21, 377 slösuðust alvarlega og 3876 minniháttar.


mbl.is Þingmaður krefst tvöföldunar Suðurlandsvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband