Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hlutfall

Það vekur athygli mína, þessi fjöldi árekstra á Bústaðavegi. Gott væri að fá tölur hér með þessari frétt um umferð á þessum vegum sem upp eru taldir. Til dæmis væri fróðlegt að fá upptalningu á árekstrum miðað við ekna kílómetra á viðkomandi umferðaræðum. Mig grunar að þá verði Bústararvegur að svörtum bletti í umferðinni í Reykjavík.
mbl.is Flest umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæði verða á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrós

Ég verð að hrósa þeim stjórnmálamönnum sem hafa breytt umferðinni með aðgerðum. Efling löggæslu, með féi frá samgönguráðuneyti, og sú ákvörðun lögreglunnar að vera sýnileg er klárlega að skila árangri. Ég var á leið til Akureyrar á sunnudagsmorguninn og var stöðvaður klukkan 06.00. Ég var látinn blása í áfengismæli og auðvita var ástandið eins og til er ætlast. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem ég verð var við umferðareftirlit á ferð minni um þjóðvegina. Þetta eftirlit er eins og ég sagði áðan klárlega að skila okkur því að minna erum drukkna ökumenn og þeir sem eru edrú og á ferðinni, eru meira vakandi fyrir akstrinum. Þakkir til þeirra sem hlut eiga að máli.
mbl.is Stórslysalaus umferðarhelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að ekki fór verr

Lok fréttarinna vekur upp eina spurningu. Er ekki vegrið til þess að koma í veg fyrir að fólk aki útaf? Hvað þá þeim megin þar sem það er stórhættulegt?
mbl.is Kona flutt á sjúkrahús eftir bílveltu í Óshlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðans alvara

Í ljósi þess að tæplega 40 prósent banaslysa má rekja til vímuástands er undarlegt að fólk skuli sjá eitthvað léttmeti í þessari frétt. Þeir sem þekkja persónulega til slíkra mála er væntanlega ekki skemmt núna.

Gangsetning

Það er kominn tími á að yfirvöld í löndum heims geri kröfu til þess að til að gangsetja bifreið skuli menn sanna fyrir bílnum að þeir eru hæfir til að aka. Að slá inn einhvern kóða eða eitt hvað því um líkt, gæti komið í veg fyrir að fólk sem er í þessu ástandi komi bifreið í gang. Tæknin er til staðar, það þarf bara að setja fram kröfuna. Slíkt er í valdi ríkisstjórna.
mbl.is Sofnaði á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta getur ekki verið alvara

Þeir sem ekki taka mið af aðstæðum geta ekki skellt skuldinni á hálkuna. Það getur ekki verið að mönnum sé alvara með svona fréttaflutningi. Að aka í takt við aðstæður er lykilinn að tjónlausum akstri, hvort sem það er hálka, rigning, sól á móti, malavegur, beygja á vegi og ég get haldið áfram. Það verður hægt að læra að aka við mismunandi aðstæður á aksturskennslu og -æfingasvæði á Suðurnesjum frá næstu áramótum. Það er leikur að læra og mennt er máttur, líka þegar kemur að akstri. Sjá hér
mbl.is Þrjú umferðarslys vegna hálku á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er þetta hægt?

Hvernig getur tveimur bílum verið ekið vestur Kalkofsveg og öðrum ekið í veg fyrir hinn? Getur verið um ótímabæran framúrakstur að ræða? Hver er ástæða árekstursins?
mbl.is Ökumenn slösuðust í hörðum árekstri á Kalkofnsvegi í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Megin orsök umferðaróhappa og þar með slysa í umferðinni er sofandaháttur ökumanna. Ölvun tengist um 40 prósent banaslysa í umferðinni. Það er frábært að lögreglan tekur umferðaröryggismálin föstum tökum. Með því að segja okkur frá því vöknum við og þá fækkar óhöppunum.

Það er og verður samt í höndum einstaklingsins að aka örugglega. Ég hvet fjölmiðlamenn til að halda þessu máli á loft, alltaf og af alvöru, ekki bara í kjölfar alvarlegra slysa.


mbl.is Lögreglan í höfuðborginni lætur mikið á sér bera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tenglar hér til hægri

Hér til hægri eru nokkrir tenglar á nýjar og gamlar myndir. Þessar myndir hreifast og með þeim er hljóð. Njóttu vel.

Umhverfi vega

Það þarf að losna við þessa skurði meðfram vegunum. Það á ekki að vera stórhættulegt að fara útaf, hver svo sem ástæðan er fyrir útafakstrinum.

Ég trúi því að beltin hafi bjargað nokkrum í dag.

Þó ekki hafi orðið jafnmörg slys með jafn hörmulegum afleiðingum og á síðasta ári þá má ekki slaka á í forvarnarmálum. Það er nauðsynlegt að umræða um umferðaröryggismál sofni ekki þó ekki dynji á okkur sorgarfréttir í viku hverri.


mbl.is Ökumaður missti stjórn á bifreiðinni sem hafnaði ofan í skurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband