Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Hvað á mbl.is við með þessari fyrirsögn?

Er enn eina ferðina verið að slúðra í F1 „fréttum“ hér á mbl.is? Þetta er alveg með ólíkindum bullið alltaf hreint þegar kemur að F1.
mbl.is Todt hreinsar til hjá FIA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgar sig væntanlega á einu ári

Vegrið á þessum fjölförnu vegum munu sennilega koma í veg fyrir að minnsta kosti tvö alvarleg slys á hverju ári. Hvert alvarlegt slys kostar ekki minna en 250 milljónir. Það ætti því að vera réttlætanlegt að gera þetta og það strax.

Það er hins vegar umhugsunar efni að í hvert sinn sem gagnrýni beinist að samgönguráðuneytinu þá eru menn kallaðir á teppi og múlbundnir. Í gegnum tíðina hef ég oft og margsinnis fengið að heyra að ég mætti ekki segja hvaðan ég hef fengið upplýsingar um ýmislegt sem varðar umferðaröryggi. Verkfræðingar og verkfræðistofur eiga það á hættu að missa verkefni ef þeir gagnrýna. Það er spilling í þessum málum á Íslandi og hefur verið lengi. Nýjar upplýsingar benda til að það er þannig enn.


mbl.is Sameiginlegt markmið allra að fækka slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband