Offjárfesting á einum stað

mun leiða til þess að öryggi á öðrum fjölförnum vegum mun verða ábótavant. Við þurfum ekki veg sem ber allt að 60.000 bíla á sólahring á milli Reykjavíkur og Selfoss. Núverandi umferð er um 6.000 bílar á sólahring og það er ekki þörf á tíföldun.
mbl.is Ekki eðlilegt að gefa yfirlýsingu um Suðurlandsveg strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála síðasta ræðumanni.

Örn (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 12:16

2 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ég tek alveg heilshugar undir það sem Birgir Þór skrifar.
Það er ekkert sem réttlætir það að byggja 2 + 2 veg þegar 2 + 1 dugar alveg fullkomlega og vel það .
Það er svo víða sem vantar upp á öryggismálum og þegar fjármunir eru ekki ótakmarkaðir megum við ekki falla í einhverjar offjárfestingar langt umfram það sem eðlilegt er. 

Stefán Stefánsson, 24.1.2007 kl. 12:30

3 Smámynd: GK

2 + 2 er málið. Annað er skammsýni.

GK, 24.1.2007 kl. 23:49

4 identicon

Ég styð GK í þessu. Það er allt, allt of mikið um skammtímalausnir að ræða í íslensku vegakerfi. Mér skilst að 2+1 vegur anni ca. 7-8000 bíla umferð á sólarhring. Finnst ykkur þá virkilega verjandi að fara í slíka lausn? Hversu langan tíma tekur að metta þá lausn? Eða haldið þið kannski að umferðin komi til með að minnka?
Er slæmt að hafa veg sem annar 60.000 bílum á sólarhring (ég las reyndar að 2+2 annaði 25.000 á sólarhr., veit svosem ekki hvaðan sú tala er komin).
Svo fæ ég ekki séð að bætt öryggi á einum vegi komi niður á öryggi annarra vega, nema þá ef um er að ræða ranga forgangsröðun í fjármálum landsins. Ríkisstjórnin var að eyða miklum pening í landbúnaðarmál rétt í þessu, 16 þúsund milljónum ef ég man rétt. Einnig eru til peningar til að byggja hátæknisjúkrahús, þó það fáist ekki fólk til starfa í núverandi sjúkrahús. Það eru til peningar, það er klárt mál. Sumum þessara peninga er ætlað ákveðið hlutverk, t.d. að standa straum af kostnaði við Sundabraut. Þeir peningar liggja nú og safna vöxtum. Svo gæti líka verið vitlaust munað hjá mér að einkaaðilar ætli að taka þátt í kostnaði (Sjóvá?).

Hættum að horfa til næstu 10 ára, horfum a.m.k. til næstu 50 ára, helst 100ára. Viljum við nokkuð vera að glíma við óþarfa dauðsföll og limlestingar næstu áratugina?

Munum að mannslífin eru ómetanleg. Mannslífin eru í hættu.

Kveðja
Elías Þór

Elías Þór (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 22:03

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir vegagerðina mettast 2+2 vegur á milli Reykjavíkur og Selfoss í kringum árið 2060. Í skýrslunni segir ennfremur -

Samkvæmt erlendum heimildum má gera ráð fyrir að við 10-15.000 ökutæki á sólarhring finni ökumenn 1+1 vegar fyrir truflunum vegna umferðarþunga. Það sama gildir á 2+1 vegi með 15- 20.000 ökutæki á sólarhring og á 2+2 vegi með 50-65.000 ökutæki á sólarhring. Hér á landi er 1+1 vegur oft breikkaður áður en komið er að þeim mörkum sem gefin voru upp hér að framan. Hér er því einnig skoðaður 1+1 vegur sem annar 8-12.000 ökutækjum á sólarhring.

Í þessari sömu skýrslu segir einnig -

Breyting Kostnaður við breytingu [M.kr.]

1+1 vegur í 2+1 veg án víraleiðara 34 – 44

1+1 vegur í 2+1 veg með víraleiðara 45 – 55

1+1 vegur í 2+2 veg 83 – 100

Ég vek athygli á að á 2+2 veginn vantar vegrið til að varna útafakstri, það er nauðsynlegt og kostar 10 til 20 milljónir á hvern kílómetra, jafnvel meira. Það er allt að þrisvar sinnum dýrara að búa til 2+2 veg en breyting á 1+1 í 2+1. Það er því hægt að útbúa þrisvar sinnum lengri vegalengd með jafn miklu öryggi ef menn velja 2+1.

Birgir Þór Bragason, 26.1.2007 kl. 23:52

6 identicon

Hafa ber í huga að ökutæki er ekki sama og ökutæki.

Um Suðurlandsveg milli Reykjavíkur og Selfoss fara ekki eingöngu fólksbílar sem geta ekið á 90 km/klst. Um þennan veg fara flutningar sem áður voru úti á hafi. Um þennan veg fara miklir vöruflutningar fyrir Suðurland og Austurland frá Reykjavík eða vise versa, flutningar á þungavinnuvélum vegna virkjanaframkvæmda (Hellisheiði, Kárahnjúkar og nú næst Neðri Þjórsá) og fólksbílar með hestakerrur eða tjaldvagna með minni leyfilegan hámarkshraða en 90 km/klst.

Það er augljóst öllum sem þennan veg aka reglulega að þessi vegur má ekki við skammtímalausnum.

Auður (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 03:45

7 identicon

BÞB. segir:  "2+2 vegur á milli Reykjavíkur og Selfoss í kringum árið 2060". Er það ekki einmitt það sem við viljum? Veg sem mettast ekki næstu áratugina.

Gott að fá þessar tölur leiðréttar. Þetta er útreiknað skv. erlendum rannsóknum (við þarlendar aðstæður væntanlega). Ég tel að það megi lækka mettunartölurnar v. aðstæðna og jafnframt hækka kostnaðartölurnar vegna sömu aðstæðna (brekkur, brýr, veðurfar o.fl.). Ég veit ekki til þess að nein víravirki eða vegrið séu á Reykjanesbraut, nema þá þar sem gatnamót eru brúuð. Hverjar eru annars fjöldatölur yfir bíla á sólarhring þar? Hver hefur breytingin á fjölda banaslysa og/eða annarra alvarlegra slysa?

Fáum lánaðar 100millur (jafnvel 150) hjá sauðfjárbændum (sem keyra þessa vegi á Ferguson eða Zetor með heyrúlluvagna í eftirdragi). Þeir myndu þá "bara" fá 15.850 milljónir til sauðfjárræktunar í staðin. Hverjir ætli vextirnir af sundabrautarpeningunum séu annars? Vonandi fara þeir (þ.e. vextirnir) inná suðurlandsbrautarreikninginn. Banaslysum verður að fækka, ekki bara næstu 15-20 árin, heldur til framtíðar. Krónur og aurar mega ekki standa í vegi fyrir því.

kv
Elías Þór

Elías Þór (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband