Að aka eftir aðstæðum

Sem betur fer vernduðu bifreiðarnar þá sem í þeim voru. Ennnn!! Í rigningu er skyggni verra og á blautum vegi er stöðvunarvegalengd allt að tvöfalt lengri en á þurrum vegi. Það er ekki hægt að kenna því um núna frekar en áður, það er ökumannsins að breyta aðferð sinni við akstur og miða hann við aðstæður. Það er líka mikilvægt að rúður og þurrkublöð gegni sínu hlutverki svo og ljósabúnaður. Sá búnaður er á ábyrgð ökumanns einsog aksturinn þar með talið hvernig og hvar við stöðvum bifreiðina.
mbl.is Hörð aftanákeyrsla í Ölfusi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Á nákvæmlega þessum stað hafa orðið svo margar aftanákeyrslur að það er ótrúlegt að ekkert hafi verið gert til að laga veginn. Þú ekur yfir blindhæð og hinu megin við hana eru gjarnan stopp bílar sem eru að beygja inn að Ingólfshvoli. Alveg sama hvort vegurinn er blautur eða ekki þá er þetta eitthvað sem þarf að laga.

GK, 1.2.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Skráning umferðaróhappa er ábótavant á Íslandi. Það kann að vera að það hafi í för með sér að hættulegir staðir, staðir þar sem slys verða oft, nái ekki athygli þannig að úrbætur láta þá á sér standa. Mín tilfinning er að einungis þriðjungur óhappa og jafn vel slysa, rati inn í opinberar skrár. Það er því eðlilegt að sagan endurtaki sig í svona málum. Það er hins vegar óásættanlegt í mínum augum.

Birgir Þór Bragason, 1.2.2007 kl. 20:59

3 identicon

Þetta er enn ein sönnunin á því hversu mikil þörf er orðin á því að gera endurbætur á þessum vegi. Í svona skyggni eins og er í kvöld verður athyglin að vera 200% ef ekki á illa að fara. Tvöföldum og upplýsum leiðina milli Reykjavíkur og Selfoss, það er ekki hægt að sætta sig við neitt minna.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 00:44

4 identicon

Enn og aftur Birgir þá skráir slysaskráning Umferðarstofu eingöngu þau mál slys og óhöpp þar sem lögreglan var kölluð að vettvangi.  Þetta eru um 9000 mál á ári.  Við getum ekki fylgt eftir þeim óhöppum þar sem lítil meiðsl eru á fólki sem síðar geta leitt til varanlegra örorku hjá einstaklingi og einnig eru ákveðnar vinnureglur þar sem að ef ekki er nefnt í skýrslunni að aðili hafi farið með sannanlegum hætti á sjúkrastofnun þá skal ekki færa hann slasaðan.  Við fáum þar af leiðandi ekki öll þau óhöpp sem eru færð í tjónatilkynningu og fara til tryggingafélaganna.

Ólafur Þór (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 10:20

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Í tilefni athugasemdar hér að ofan þá bendi ég á að ekki var verið að tala um slysaskráningu Umferðarstofu. Ég þarf ekki að endurrita það hér, sem skráð er að ofan, en ég ætla að endurtaka orðin. Skráning umferðaróhappa á Íslandi er ábótavant.

Birgir Þór Bragason, 13.2.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband