Ömurleg umfjöllun í Kastljósi

Hún var ömurleg umfjöllun Kastljóss í kvöld um áfengi og akstur. Stjórnanda þáttarins og spyrli í sjálfri umfjölluninni þótti þetta hin mesta skemmtun. Staðreyndir eru þó þær að um það bil tuttugu prósent banaslysa í umferðinni má rekja til ölvunar. Það kom margsinnis fram að það væri nú alveg í lagi að aka eftir einn, hér má þó undanskilja lögregluþjóninn. Það er BANNAÐ að aka eftir einn sopa hvort sem það er bjór eða eitthvað sterkara. Þannig eru lögin. Það er einnig ömurlegt að löggjafinn skuli ekki átta sig á því að með því að hafa refsimörkin við 0,5 prómill er verið að hvetja til aksturs þó óbeint sé. Ég vil nota tækifærið og skora á löggjafann að setja skýrar reglur þar sem miðað verður við 0 prómill. Stjórnendur Kastljóss ættu að skoða þessa umfjöllun sína í rólegheitum og með gagnrýnum augum. Vonandi verður umræða um umferðaröryggismál á hærra plani næst eins og oftast nær hjá Kastljósi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband