Pólitík

Ég hef oft sagt að bætt umferðaröryggi er pólitískt mál. Ég hef reynt að koma því til skila með margvíslegum hætti meðal annars með því að bjóða mig fram í prófkjöri. Mér var tilkynnt þá, af öðrum frambjóðanda, að umferðaröryggi væri EKKI pólitískt mál. Þrátt fyrir það þá er ég enn á þeirri skoðun að þetta er pólitískt mál. Það er pólitískt mál að ákveða að fé skuli lagt í nánasta umhverfi vega. Nánasta umhverfi vega ræður miklu um það hvernig fer, eftir að ökumaður hefur misst stjórn á ökutæki. Það vantar hinsvegar upp á að þeir sem ræða pólitík við pólitíkusa leggi það á sig að skoða hvað er hægt að gera og fá svo svör við því hvers vegna það er ekki gert.

Stór hluti alvarlegra slysa í umferðinni verður vegna þess að ökumenn sofna undir stýri. Það er til búnaður sem fylgist með því hvort ökumaður er að sofna. Hvers vegna er slíkur búnaður ekki skildaður í bíla? Það er hægt að setja lög sem krefjast þess að slíkur búnaður skuli vera í hverju þeim bíl sem fluttur er til landsins. Hvers vegna er það ekki gert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Því miður virðast viss málefni ekki vekja  áhuga hjá þeim sem eru skráðir atvinnupolitíkuar = ráðherrar...En ég hugsa að þú getir "potað" þér inn hjá einhverju ef þú gerist svona lóðarís"politík"..sem sé þessi tík sem mígur utan í allt og alla á 4 ára fresti Þegar þú ert kominn "inn" þá getur þú kanski loks komið þínum málum ( mínum líka) á framfæri...

Agný, 17.2.2007 kl. 01:22

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég er ekki sú týpa.

Birgir Þór Bragason, 17.2.2007 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband