Íþróttir, leiðindi

Það er að verða spurning hvort maður á að vera að eyða tíma sínum í að fylgjast með íþróttum. Það virðast vera tóm leiðindi hvert sem maður horfir. Er Logi nógu menntaður til að þjálfa KR. Formúla eitt, stöðugar deilur. Túrinn í Frakklandi, tómt svindl. Endalausar deilur manna í millum í íslensku mótorsporti. Leiðindi á uppskeruhátíð handboltamanna. Henrý á visisbloggi, tóm leiðindi nema hann fái meðlæti og kaffi. Keppandi dæmdur úr keppni í golfi, að ósekju?

Hvert á maður þá að fara með frítímann sinn? Enginn nennir að lesa umferðaröryggisruglið í mér :)

Skrifa skáldsögu, það væri snjallt, ef maður gæti það nú :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líttu á breytinguna á umferðarmenningunni, hún hefur batnað til muna á örfáum árum, það er ykkur postulunum að þakka að stórum hluta. Nú er það viðhald og hönnun sem þarf að fara að sinna. Skipta út liðinu sem hannar umferðarmannvirkin (m.a. hringtorgin og um nánd þeirra) setja inn nýja kynslóð með nýja sýn og meiri pening. Ekki örvænta þótt þú fáir ekki mörg viðbrögð á bloggið; árangurinn á götunni er það sem máli skiptir.

Já sportið, það er kannski eins gott að ég hef aldrei haft snefil áhuga á keppnisíþróttum, nóg er maður orðið ergilegt gamalmenni samt........

j'on Baldur Hlíðberg (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 09:41

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

.

Ekkert ergelsi mundu "Sjaldan njóta þeir eldanna sem kveikja þá"

Ábyggilega slatti sem les þessa pistla frá þér

Var að horfa á í sjónvarpinu um daginn Mótorsportþátt frá Egilstöðum og mér til mikillar ánægju sá ég gamlan vin þar Einar Gunnlaugsson keppa ég sem hélt að hann hefði bara tekið þátt í Greifatorfærunni og hefði svo farið erlendis aftur.........veistu hvort hann kemur til með að keppa meira í sumar?

Er svo ekki Stapafellið næst eða er Hella á undan man þetta aldrei

keep on going

Sverrir Einarsson, 2.8.2007 kl. 16:54

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Nei enga vitleysu Birgir !  Umferðaröryggisruglið í þér er bráðnauðsynlegt, og það sem meira er, fólk tekur mark á því, þegjandi og hljóðalaust, sem er þá  kannski meinið í öllu saman.

Enga skáldsögu takk

Kveðja Kjarri

Kjartan Pálmarsson, 2.8.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Tal ráðamanna um umferðaröryggi er á villigötum.  Í stað þess að gera alla sem keyra á 96,5km hraða eða meira úti á þjóðvegum landsins að glæpamönnum ætti að banna lausagöngu búfjár. Að skilgreina alla sem keyra á 96,5 eða meira sem glæpamenn gerir afskaplega lítið til að bæta umferðamenningu.

Íslenska vegalambið er mesta ógn við líf og heilsu ökumanna um land allt.  Vel getur verið að vegalambið hafi meiri réttindi en ég sökum mikills fjölda og skyldleika við ráðamenn en samt ætti frekar að fjarlægja vegalambið en einbreiðar brýr og akstur yfir löglegum hraða.

Ég legg til að hámarkshraði verði hækkaður um 8km innanbæjar á öllum götum sem eru opnar í báða enda.  Hámarksharði á beinum malbikuðum köflum á þjóðvegi eitt verði hækkaður í 115km og allir vegir verði girtir af til að koma í veg fyrir nýslátrað lambakjöt.

Björn Heiðdal, 5.8.2007 kl. 11:47

5 Smámynd: Gunnar Reyr Sigurðsson

Mikið er ég ósammála þér Björn. Það er gaman að keyra hratt og gott að geta flýtt sér, hins vegar, þegar á hólminn er komið græðir þú afskaplega lítið á því nema hærri blóðþrýsting, meira stress og almenn leiðindi. Það er kannski barnaskapur að segja þetta, en  leggðu bara fyrr af stað í stað þess að keyra hratt.

Ég hef fundið mikið fyrir því að hraðinn hefur lækkað á vegum úti undanfarið sem er bara gott mál. Reyndar er það líka að "þakka" fellihýsa og hjólhýsavæðingu landans sem reyndar er orðin plága sem er í raun efni í annan pistil.

Ég er s.s. fylgjandi þessum sektum fyrir 96 km/klst og yfir, það heldur manni á jörðinni. 

Gunnar Reyr Sigurðsson, 6.8.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband