Úlfaldi eða mýfluga?

Hvað er málið hér? Er það ógætilegt að nota handbremsuna til þess að breyta stefnu bílsins? Hver ákveður að það sé ógætilegt? Eða liggur eitthvað meira hér á bakvið? Já það er brot á reglum að tala í síma á sama tíma og bíl er ekið, nema með handfrjálsum búnaði. Samt eru engar sannanir fyrir því að það sé öruggara.

Sá sem leikur sér á bíl án þess að valda öðrum hættu verður fyrr góður ökumaður en sá sem leikur sér ekki.


mbl.is „Efnilegur" ökumaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

En var það þannig að það voru aðrir á ferð þarna? OG er það hættulegt að nota handbremsuna til þess að breyta stefnu bílsins? Hver segir að hann hafi verið á „mígandi siglingu“? Hverjar eru staðreyndirnar í þessu máli?

Er þetta „skemmtileg“ „frétt“ eða er verið að leika sér með þessum skrifum í von um að umferðarmenningin lagist? Var þessi ökumaður að stofna öryggi annarra í hættu? Er það staðreynd?

Mér finnst þessi „frétt“ frekar óheppileg aðferð til þess að taka til í því, sem sumir vilja kalla, fórnarkostnað umferðar á Íslandi.

Birgir Þór Bragason, 4.9.2007 kl. 11:41

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Aðalatriðið í þessu máli er auðvitað hvort handbremsubeygjan tókst vel eða illa? 

Júlíus Valsson, 4.9.2007 kl. 11:45

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Æfingin skapar meistarann. Vandamálið liggur nú kannski í því að það vantar æfingaaðstöðu fyrir akstur, þennan og allan annan akstur. Þar er við þá eldri og reyndari að sakast. Mennt er máttur, líka í því sem kallast daglegt líf.

Birgir Þór Bragason, 4.9.2007 kl. 11:52

4 identicon

Guten Tag.

Auðvitað er stráksi ógætinn og þarf tiltal, en að þetta sé frétt það er auðvitað bull.

En svona í umræðuna, það kom frétt um að hérlendis væru um tvöfalt fleiri banaslys per km en í Germany. Ef við einföldum hlutina og segjum að þrennt valdi slysum: 1)Hraði 2)kunnáttuleysi 3)aðstæður/gatnakerfi þá gefur samanburður við Germany (og Evrópu) okkur það að atriði 1) er ekki áhrifavaldur nema að litluleiti því hér er ekið mjög hægt.

En það er einfaldast að benda á "hraða" því þá þarf ekki að skoða bágborði ástand "ökunámskeiðis" sem gefur hérlendis réttindi og svo oft á tíðum vítaverða hönnun aksturmannvirkja. Allir róa saman í kór...... ætli tryggingafélög, lögregla, stjórnmálafólk og fjölmiðlar fari saman á hópeflinámskeið?  :-)

MfG: Jóhannes VG

Joi V (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 11:56

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það er ekki hraðinn sem veldur umferðaróhöppum. Hraðinn veldur hins vegar áverkum ef stöðvunarvegalengdin er stutt, mjög stutt. Allur hraði umfram 6 km/kls er hættulegur og allur hraði umfram 35 km/kls er lífshættulegur. En hvað á að gera? Við fljúgum á 850 km/kls, ferðum hefur fjölgað sem og farþegum en samt verða ekki fleiri slys í flugi. Þarf slíkt að gerast í umferðinni á jörðu niðri? Það er alveg hægt að ferðast hratt en örugglega á bíl, matið á aðstæðum þarf bara að vera rétt. Til aðstæðna telst ástand og geta ökumans og ástand og geta bíls, ekki síður en ástand vega og veður. Getur verið að allt of margir ofmeti eigin getu til þess að aka bíl og gera eitthvað annað í leiðinni? Er það ekki málið að einbeitingarskortur er frumorsök óhappa, ekki hraðinn? Eigum við að halda áfram að vera úti á þekju undir stýri en draga bara úr hraðanum svo áverkar verði í lágmarki eða eigum við að taka á raunverulegu ástæðu óhappana? Ég bara spyr?

Birgir Þór Bragason, 4.9.2007 kl. 12:03

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er sammála þér Birgir það vantar fleiri upplýsingar til að við getum dæmt pilt og ég er sammála því að æfingin skapar meistarann og þessu með handbremsubeyjuna. Svo má spyrja hvort að þetta hafi verið dropinn sem fyllti mælinn.

Hvernig er á svona stöðum, er ekki hægt að leyfa þeim að djöflast á flugvellinum á ákveðnum tímum gegn gjaldi og sjúkrabíllinn á staðnum á þeim umsamda tíma?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.9.2007 kl. 12:20

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hrafkell er þetta ekki svolítið brotthætt? Á bara að loka augunum fyrir raunveruleikanum? Þú lékst þér á umferðargötum, það segir þú sjálfur. Getur þú ætlast til þess að þeir sem ungir eru í dag, geri það ekki? Er það þessum 17 ára gutta að kenna að hann er „stórhættulegur“ í umferðinni? Eða getur það verið að þeir sem eldri eru beri ábyrgðina, eða eigi að gera það? Ökukennsla er með ólíkindum vanþróuð miðað við alla þá reynslu sem við höfum af afglöpum í umferðinni. Það eru ekki þeir ungu óreyndu sem ákveða með hvaða hætti þessi kennsla fer fram og það eru ekki þeir ungu sem ákveða á hvaða ökutækjum þeir ungu aka. Það gera þeir eldri og reyndari. Eða ættu að gera.Málið er að það er lítið raunhæft gert í þessum málum, bara talað og talað og talað.

Það vantar leiksvæði fyrir þessi leiktæki. Slíkt leiksvæði nýtist við kennslu. Það er leikur að læra.

Birgir Þór Bragason, 4.9.2007 kl. 12:26

8 identicon

það á auðvitað ekki að verja þennan dreng, hann er nýkominn með próf og kann ekkert á bíl.

 en eitt er víst, handbremsubeygjur (allavega í hálku) geta hjálpað.  Það hefur oft bjargað mér í umferðinni að þegar ég var yngri lék ég mér á bílablaninu að taka "handara".. maður lærir að ná stjórn á bílnum aftur! 

veit alveg um dæmi þess að fólk, sem var svo "saklaust" í umferðinni, svo rennur bíllinn smá til, það rykkir í stírið og hvað þá? auðvitað hringsníst bara bíllinn! í stað þess að kunna að bregðast við aðstæðum.

en maður æfir sig samt kannski ekki á gatnamótum, það er víst! ;)

disa (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 12:30

9 identicon

...get ekki sagt að ég skilji rök þín hérna birgir... Ertu að segja að strákurinn sé í rétti að æfa sig með handbremsubeyjur á gatnamótum, (og þar með í almennri umferð) af því að ekki er til betra svæði til að æfa sig á.. og þá ef svo færi að slíkt æfingasvæði yrði loks útbúið (sem ég styð að öllu hjarta), þá myndi þetta verða eitthvað sem líta ætti illum augum á, þar sem hann hefði betur átt að fara á æfingasvæðið?...

Ég sé ekkert að því að sekta fyrir hluti sem þessa, og þó svo að ekki standi í lögum að óheimilt sé að breyta stefnu bíls með handbremsunni, þá býst ég nú við því að allir heilvita menn viti að gjörðin fyrir framan mann með myndinni af lúðrinu sé hugsuð til stefnubreytinga.... Hvað ertu að hugsa að vera að verja þetta hjá drengnum? þetta er í almennri umferð með gangandi vegfarendum allt um kring..... það á ekki að vera að leika sér með það, og því er ég ekki á móti því að strákurinn fái tiltal eftir þetta... hvað sektina varðar veit ég ekki um hvað sé hæfilegt í þeim málum, þar sem hann er nú aðeins 17 ára, og guð veit að ég stundaði líka æfingar sem þessar, en hafði þó vit að gera það á svæðum sem ekki var nein hætta á árekstrum eða slíku.... tóm bílaplön eru tilvalin. eitthvað ætti stráksi að finna af þeim í eyjum.

Svavar (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 13:02

10 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Svavar, rökin fyrir hverju?

Birgir Þór Bragason, 4.9.2007 kl. 13:36

11 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Barn eins og þessi 17 ára strákur er á ekki að vera á götum úti á bíl ef hann er bara að leika sér. Þá er best að vera heima með Matchboxbíla. Bílar eru til að komast á milli staða - ekki til að leika sér á á götum úti.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 4.9.2007 kl. 14:02

12 identicon

"Er það þessum 17 ára gutta að kenna að hann er „stórhættulegur“ í umferðinni? Eða getur það verið að þeir sem eldri eru beri ábyrgðina, eða eigi að gera það? Ökukennsla er með ólíkindum vanþróuð miðað við alla þá reynslu sem við höfum af afglöpum í umferðinni. Það eru ekki þeir ungu óreyndu sem ákveða með hvaða hætti þessi kennsla fer fram og það eru ekki þeir ungu sem ákveða á hvaða ökutækjum þeir ungu aka. Það gera þeir eldri og reyndari. Eða ættu að gera.Málið er að það er lítið raunhæft gert í þessum málum, bara talað og talað og talað.

Það vantar leiksvæði fyrir þessi leiktæki. Slíkt leiksvæði nýtist við kennslu. Það er leikur að læra. "

-tók þetta sem rökfærslu fyrir því að drengurinn hafi verið í rétti í handbremsuleiknum sínum, þar sem hann var knúinn til að gera þetta í umferðinni þar sem ekki væri æfingasvæði handa ræflinum. Og leitt hve lífið á eftir að leika hann grátt, þar sem litlar líkur eru á að æfingasvæði ökumanna rísi í Vestmannaeyjum á næstunni, svo hvernig á þessi drengur í ósköpunum að læra að keyra... spurning um að þú skrifir forseta bréf og greinir frá mannréttindabroti þessu á ökumönnum íslands, þar sem það er engan vegin sangjarnt að þurfa að nota stýrið við stefnbreytingar á þurru malbiki, þar sem ekki er nefnt annað í umferðarreglunum

(er nú að atast í þér, en sé ekkert að því að settar séu hömlur á að farið sé með bifreiðar einsog leiktæki meðal annara vegfarenda, sem þessi drengur gerði. Er þó fylgjandi því að hann leiki sér, þá á svæði sem aðrir fara ekki um)

Svavar (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 17:42

13 identicon

held nú að þessi hafi klárlega valdið öðrum hættu. Svona menn á lögregla að skikka til að taka bílprófið aftur því hann hefur klárlega sýnt fram á það að hann hafi ekki þroska til að aka bifreið! Að leika sér af bíl á meða almennings er ófyrirgefanlegt.

Óli (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 19:46

14 identicon

mig langar til að leggja smá orð í þennan belg... hver sá sem hér hefur skrifað hefur EKKI verið 17 ára?Hver sá sem hér hefur skrifað hefur EKKI reynt á kunnáttu sína á almennum vegurm? Hver sem hér hefur skrifað getur svarað því? Niðurstaða:Við höfum ÖLL verið 17 ára einu sinni, Við höfum ÖLL gert einhver skammastrik í umferiðinni. Og við munum ÖLL halda því áfram sama hvað tautar og raular............... ps. biggi þú hefur alltaf verið baráttu maður fyrir bílbelta notkun í umferðinni og ættum við ÖLL að nota bílbelti, gerði skriplskeringurinn það?

Gísli (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 22:15

15 identicon

...reyni ekki að neita einu af ofangreindum atriðum Gísli... en finnst samt skrýtið af bigga að setja útá starfshætti lögreglu, það er að þeir hafi ávítt drenginn, af því það sé ekki tilgreint í lögum að nota eigi stýri til að beygja... nógu litla virðingu fær lögreglan fyrir frá þessum hópi ökumanna, og því ekki áþað bætandi ef gæjinn í mótorsportinu fer að "dissa" hana líka..

Svavar (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 01:49

16 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Jæja, sorrý var smá upptekinn. Hrafnkell og Óli, var hann innan um aðra vegfarendur eða var hann einn á ferð? Hver var hættan sem hann skóp? Svavar, er ekki verið að teygja sig einum of langt með því að senda frá sér svona „frétt“ Hver er tilgangurinn með því og hver er tilgangurinn með því að birta hana? Og hann var ekki ávítaður hann var sektaður, það er talsvert meira en áminning.

Annars hef ég nú ekki verið að réttlæta eitt eð neitt hér. Ég hef bent á að það er þeim eldri og reyndari um að kenna, ástand sem er í ökukennslu og ökuuppeldi. Því ástandi er verði að reyna að breyta með aðgerðum tengdum lögbrotum. Það er þó annað en lögbrotin sem þarf að breyta en það er hugarfarið. Því verður ekki breytt með því að lögreglan sendi frá sér svona fréttir og mbl birtir. Ef mbl.is væri umferðaröryggi í Eyjum raunverulega hugleikið þá ættu þeir að spyrja þá sem þar stjórna um þeirra framlag. Umferðaröryggi er pólitískt mál en því miður virðast blaðamenn ekki vera búnir að átta sig á því, frekar en bæjarstjórnarmenn.

Birgir Þór Bragason, 6.9.2007 kl. 12:22

17 identicon

Þegar ég fékk bílpróf þá var ég búinn að aka bílum og öðrum ökutækjum í meira en fáa mánuði eða vikur. Frá 14ára aldri var pabbi duglegur að fara með mig í go-kart á brautina í reykjanesbæ(sem nú er verið að rífa) og síðan var ég með æfingaakstur í nánast heilt ár áður en ég fékk prófið.

Er sanngjarnt að kalla mig nýliða í umferðini? Óreyndann?

Persónulega þá finnst mér fjölmiðlar vera duglegir að blása það upp þegar 17ára strákur spólar af stað eða er sektaður fyrir að keyra á 140km/klst á tvöföldunini á reykjansbraut. Svo heyrist auðvitað ekki múkk um það þegar maðurinn sem var á fertugsaldri var tekinn fyrir að keyra 60+ í 30 götuni fyrir skólann minn þegar allir voru á leið í skólann.

En þess má geta að 17ára strákurinn á í hættu með að missa prófið en fertugi kallinn keyrir heim til sín og á nóg af punktum eftir. Er eitthvað réttlátt við þetta?

60 á 30 götu: Þín bíður 25.000 króna fjársekt og 3 refsipunktar í ökuferilsskrá

140 á 90 götu: Þín bíður 90.000 króna fjársekt og 3 refsipunktar í ökuferilsskrá

Rúnar Ingi (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband