Feluleikurinn loks viðurkenndur

Sýnileg löggæsla hefur verið talin leiðin til þess að fá fólk til þess að haga sér vel í umferðinni. Lögreglan hefur þó alltaf verið hálfpartinn í felum, við sýnilega löggæslu, en nú hefur skrefið verið stigið til fulls. Gott samt að lögreglan skuli loks viðurkenna feluleikinn.
mbl.is Ómerkt bifreið mælir hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hóflega blanda af "ósýnilegri" löggæslu móts við sýnilega hlýtur að vera jákvæð. Ef þú átt alltaf von á auglýsingu um að þú eigir að hægja á þér veistu að þú getur keyrt eins og asni þess á milli.

Birgir Örn (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Sú sýnilega er nánast alveg horfin. Fækkun í liði lögreglunnar og sú staðreynd að sumir þeirra sem eftir eru, eru í hulinni gæslu, er ekkert sérlega hugguleg þróun. Það ætti að duga að þessi dulda „gæsla“ (miðað við það sem kemur fram í fréttinni „ Að sögn lögreglu hefur reynslan sýnt að notkun slíks búnaðar gefur gagnlegar upplýsingar um ástand umferðarmála og auðveldar leit að lausnum þar sem þeirra er þörf. “ ) væri í höndum vegagerðarinnar.

Birgir Þór Bragason, 12.3.2008 kl. 09:54

3 identicon

Vegagerðin er nú bara alveg fullfær um að sinna þessu "dulda löggæsluhlutverki" sem ég vil kalla sektagæslu því hún gengur út á að sekta fólk ekki draga úr umferðarlagabrotum. Og það sem meira er að Vegagerðin sinnir þessu hlutverki sínu bæði vel og á opinberan máta eins og sjá má á hraðamælingar og á bil milli bíla. Í ljósi þess ætti lögreglan að hætta þessum leikaraskap í nafni rannsókna á umferð.

Þar sem umferðargreinar vegagerðarinnar sinna því hlutverki bæði betur og á mun marktækari og vísindalegri hátt, og sinna því sem á jú að heita meginhlutverk lögreglunnar að gæta laga og koma í veg fyrir lögbrot, þar með talin lögbrot með því að vera sýnileg í umferðinni og annars staðar.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband