nú skil ég ekki

Verð á íbúðarhúsnæði er mun hærra en það kostar að byggja. Allavega 30% of hátt. Því er það alvarlegt að það fari í raunverulegt raunvirði? Verður ekki auðveldara eignast þak yfir höfuðið? Réttlátt verð og réttlátir vextir = betri afkoma hjá meðaljóninum.
mbl.is Alvarleg staða efnahagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alvarleikinn er sá að þeir sem eru búnir að kaupa nýlega á þessu uppsprengda verði eru kannski með 90% veð í íbúðinni og skulda þá orðið meira en þeir eiga veð fyrir ef verðið lækkar mikið.. sem er ekkert spennandi staða fyrir neinn held ég, hvorki íbúðareigendur né lánastofnanir.

Halli (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Lækkun hefur engin áhrif á þær skuldir. Þær verða háar hvort sem er.

Birgir Þór Bragason, 11.4.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta hefur slæm áhrif á bankana.  Og þá sem eru að selja, semsagt fasteignasala.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég geri ráð fyrir að bankarnir hafi gert ráð fyrir þessari lækkun og þetta muni ekki hafa teljandi áhrif á eignir þeirra. EInn og einn fasteignasali verður þá bara að fara á sjóinn.

Birgir Þór Bragason, 11.4.2008 kl. 12:46

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég tel þetta alveg rétt hjá þeim íbúðaverð hefur verið hækkað allt of mikið og í raun held ég að 30% lækkun myndi vera nokkuð eðlilegt verð. Þeir sem keyptu á hinu uppsprengda verði munu tapa en það var held ég velflestum ljóst líka bönkum og fasteignasölum að hið há verð var bull.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.4.2008 kl. 12:55

6 identicon

30 % lækkun á verði húsnæðis hér væri auðvitað bara eðlilegt, enda hafa verið miklar verðlækkanir á húsnæði í nágrannalöndum  s.s. í Bretlandi. Ég trúi Seðlabankanum mun frekar en óraunhæfum draumaspám fasteignasala, sem nú eru að segja upp flestu sínu starfsfólki og sumir hverjir að skella í lás.

Stefán (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:13

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Fasteignaverð hér í Danmörku hefur lækkað verulega á síðustu tveimur árum. Það hefur ekki leitt til hruns. Þessar dómsdagstúlkanir á verðbreytingum hvort sem er á fasteignum eða orkuverði eru orðnar dálítið lýjandi. Þar fara fréttamenn sennilega fyrir vagninum.

Birgir Þór Bragason, 11.4.2008 kl. 13:26

8 Smámynd: Birgir Þór Bragason

ps. talandi um verð á olíu á heimsmarkaði, reiknað í dollurum, er villandi. Dollarinn hefur fallið í verði miðað við aðra gjaldmiðla og því gefur það ekki rétta mynd að tala alltaf um verðið í dollurum eingöngu. Ef tunnan er á 100 dollara í dag þá er það á við 60 dollara fyrir fall dollars, er það ekki annars?

Birgir Þór Bragason, 11.4.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband