Ráðherrann ber ábyrgð á umferðaröryggi ...

... og getur ekki kastað þeirri ábyrgð á aðra.

Það er tiltölulega auðvelt að stórefla öryggi vegfarenda á þessum vegarkafla og það getur vegagerðin og ráðuneytið gert án þess að það þurfi að fara í eitthvert mat hjá öðrum.

Kristján þú ert ábyrgur fyrir örygginu - taktu nú í tauminn.


mbl.is Sveitarfélög tefja vegabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Glæsilegt. Nú liggur ábyrgðin ekki lengur hjá bílstjórum í formi þess að keyra eftir aðstæðum. Stöndum tíkurnar eins og þær komast, ráðherrann ábyrgist öryggið.

Heimir Tómasson, 12.8.2008 kl. 16:31

2 identicon

Hér er náttúrulega fáránlegt að kenna hraðakstri um Heimir. Ráðherra ber ábyrgð á því að öryggi á vegum landsins sé eins gott og það getur orðið. Því miður eru ansi margi stórhættulegir staðir sem má laga til muna án þess að kosta til stórfé. Af einhverjum ástæðum er ekki farið í lagfæringar nema slys verða á fólki.

Málið er hugarfarið hjá ráðamönnum, hugafar sem þarf að breytast til að fyrirbyggjandi aðgerðir verði að veruleika.

Stefán J. Arngrímsson (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 17:41

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

vil benda ykkur á að sagönguráðherrann er virkilrga að standa sig í djobbinu  vildi að hægt væri að segja það um  fleiri  á þeim  bæ

Gylfi Björgvinsson, 12.8.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég er algerlega sammála þér Stefán. Ég er bara að segja að vegir verða aldrei öruggari en bílstjórarnir sem keyra um þá. Staðreyndin er sú að hraðakstur er meginorsök umferðarslysa. Ef menn hægja ekki á sér þegar aðstæður krefjast er sjaldnast við góðu að búast. En að segja að ráðherrann beri alla ábyrgðina er að mínum dómi hreinlega barnalegt. Sá sem bera ábyrgðina er vegagerðin. Þeir þurfa ekki að leggja í umhverfismat og allrahanda skriffinsku til að koma á minniháttar (fjárhagslega) vegbótum sem geta verið til gríðarlegra bóta eins og þú bendir réttilega á. Meiriháttar framkvæmdir eins og tvöföldun suðurlandsvegar er hinsvegar - því miður - pólitískt mál og þar kemur ráðherra inn.

Vegbætur verða að eiga sér stað, það er ekki nokkur maður með réttu ráði á móti því.

Heimir Tómasson, 15.8.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband