Hækka þarf tryggingar v. innistæðna almennings

Nú þarf Alþingi að hækka þá upphæð sem ríkið tryggir almenningi vegna innistæðna almennings í bönkum. Það þarf að gerast strax og það þarf að hækka trygginguna í 100.000 evrur (hún er núna 20.000). Það þarf að gera þetta til þess að róa almenning svo ekki komi til þess að hann taki út sparifé sitt.
mbl.is Fjárþörfin 230 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er ég bara svona fordómafullur, en ég á svo bágt með að trúa því að Íslendingar eigi eitthvað af alvöru sparifé sem er ekki bundið. Vandinn skilst mér að sé að hluta til sá að fólk hefur ekki verið að leggja til, heldur fjármagna líf sitt með lánum.

Ofan á það, hvað þykist fólk ætla að gera með því að taka út krónur? Ég sé ekki hvar krónurnar ættu að vera öruggari en í bönkunum þar sem þær eru væntanlega gengistryggðar ef þær eru geymdar til lengri tíma, sem sparifé er væntanlega almennt.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 09:19

2 identicon

Athugasemd við athugasemd:

Helgi Hrafn, krónurnar í bönkunum kunna að vera verðtryggðar en alls ekki gengistryggðar. Þó að gengið falli um 10% þá skilar það sig ekki í 10% verbólgu og þar með 10% verðbótum. 10% gengisfall skilar sig hugsanlega í 4% verðbólgu innan 2 mánaða þannig að sparnaður okkar rýrnar um 6% gagnvart erlendum gjaldmiðlum.

Sjá: http://www.mp.is/fyrirtaekid/frettir/nr/969

Finnur Þorgeirsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 09:35

3 identicon

Finnur: Það er rétt hjá þér, ég misskildi dæmið. Ég ruglaði saman verðbólgu og gengi. Takk fyrir leiðréttinguna.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband