Ekki vegrið

Girðingin þarna á milli er ekki vegrið. Það ætti hins vegar að vera vegrið þarna.
mbl.is Miklubraut lokað vegna áreksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn og aftur. Hvað er langt síðan þú sagðir að þarna yrðu örugglega fleiri slys ef ekki yrði sett upp vegrið? Allavega tvisvar síðan þá hafa menn, sem ekki náðu beygjunni, straujað hænsnagirðinguna niður og kastast yfir á móti umferðinni á vesturleið. Er beðið eftir banaslysi?
kv
Kristinn H

kristinn Hrafns (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 10:07

2 identicon

Það eru mörg ár síðan þörf á vegriði á ALLA Miklubrautina hefur verið ljós.  Það líður varla sá mánuður, að einhver fari ekki uppá og oft yfir eyjuna.  Það var sett vegrið öðrumegin í Ártúnsbrekkuna fyrir fáum árum og það hefur marg sannað gildi sitt og forðar stórslysum.  Einungis eru 2 vikur síðan það varð  slys við Réttarholtsveginn, þar sem bíll flaug yfir eyjuna og lennti á bíl sem kom á móti.  Þar var bara heppni að ekki fór verr.  Vegrið á alla þessa leið STRAX.

 Ólafur Guðmundsson.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 10:21

3 identicon

Er ekki aðalega þeim að kenna sem aka?? Veit ekki betur enn að í dagin hafi bifreið sem kom austur miklubraut flogið yfirgirðingu og lent á rútu sem kom að vestan. Varla öðrum að kenna enn ökumanni. Meðan svona vægt er tekið á þessum hraðakstursbrotum og ofsa akstri þá er ekki vona ´agóðu. Þessir sem reyndu að stinga lögregluna af í morgun ættu auðvitað að afplána dóminn strax og ekki minna enn hálft ár. Þá myndi fólk kanski hugsa sig um.

Simmi (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 12:49

4 identicon

Nákvæmlega, eins og sést vel á myndinni á mbl.is er þarna girðingalufsa en ekki vegrið.

Helga B. (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 14:00

5 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Af hverju er ekki brugðist við þessu?

Sigfús Þ. Sigmundsson, 17.2.2007 kl. 14:27

6 identicon

Þessi partur af Miklubrautinni er bara líklegast sá allra hættulegasti, þá þarna um daginn að það hafði einhver bifreið ekið upp á gangstéttarljósastaurana rétt hjá þessari beygju og tók þá tvo nánast niður og skékkti götustaur talsvert, þetta gatnamálakerfi í Reykjavík er bara hlægilegt, til skammar! Henda upp einhverjum álgrindverkum sem maður getur kramið saman með berum höndum. Hvaða gagn gerir það þegar bill missir stjór á sér í þessari beygju?
Ég segi steypuvegg, þá fer fólk kannski að hægja á sér og keyrir ekki á 100km í beygju, þvi hver heilvita maður veit það að er ekki hægt, ekki í Reykjavík.

Óli (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 20:17

7 identicon

og ekki gleyma því að þetta vírnet er stórhættulegt og það hefur valdið dauða einstaklings í umferðinni.

Ólafur Þór (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband