Orsök eða afleiðing

Undanfarna daga hefur fréttamönnum verði tíðrætt um ofsaakstur í eða við borgina. Í flestum tilvika voru ökumenn undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Í slíku ástandi meta menn ekki umhverfi sitt rétt. Í þessum tilvikum var ofsaaksturinn afleiðing ölvunar eða vímuástands og má ekki rugla við vísvitandi ofsaakstur. Slík umfjöllun skekkir sýn okkar á hvert vandamálið er í raun. Slík skekkja veldur því að við bregðumst ekki rétt við og því munu viðbrögðin ekki uppræta þetta vandamál.

Það er því miður þannig að mjög stór hluti alvarlegra umferðarslysa verða í tengslum við ölvun. Það á því að stefna að því að ekki verði hægt að aka bifreiðum nema ökumaðurinn geti sannað bílnum sínum að hann er ódrukkinn. Það þarf að vinnast með öðrum norðurlöndum og þaðan inn í Evrópusambandið og það á að skilda slíkan búnað í alla bíla eins fljótt og auðið er. Einnig á að setja refsimörkin við 0 prómil og uppræta þannig þá hugsun hjá mjög mörgum að það er í lagi að fá sér einn bjór eða eitt vínglas og aka svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein pæling hérna, kannski ekki beinlínist tengd þessu en samt tengd ofsaakstri, getur verið að þær hækkanir á sektum sem voru hérna fyrir áramótin séu orsök þess að menn reyni frekar að stinga lögregluna ef og endar þá á eltingaleik um borgina? Er einnig enn hræddari um svona uppátæki ef menn eiga á hættu að missa ökutækin við síendurtekin brot.

Bjöggi umferðaráhugamaður (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: Anna Gísladóttir

Eftir einn ei aki neinn!

Anna Gísladóttir, 18.2.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband