Nýliðar eru á of aflmiklum bílum

Af þessu dæmi er augljóst að við verðum að breyta reglum. Nýliði í umferðinni sem hefur níu sinnum verið kærður fyrir of hraðan akstur og er nú tekin á 199 km/kls. er á of aflmiklum bíl. Það hefði átt að setja takmarkanir á það afl sem þessi nýliði hefði mátt hafa í bíl sínum strax. Það er glórulaust að nýliðar megi aka á 250 hestafla bílum og hvað þá meira. Sníðum stakk eftir vexti.
mbl.is Mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Sammála. Annars áhugavert komment sem ég fékk á mína síðu að það ætti að kæra svona menn fyrir tilraun til manndráps.

GK, 27.1.2007 kl. 01:27

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hvernig ætti að framfylgja slíkri reglu?  Margir "nýliðar" eru ekki skráðir fyrir sínum bílum heldur keyra á bílum foreldra sinna.  Og hvar á að setja mörkin?  Við 120 hestöfl?  Eða 130?  

Það væri gróf frelsisskerðing fyrir þau 90% ungra ökumanna sem haga sér af ábyrgð í umferðinni að geta ekki keyrt hvaða bíl sem er.  Í þessu dæmi sem þú nefndir hafði viðkomandi verið stoppaður 9 sinnum!  Þar liggur auðvitað vandamálið, það hefði átt að vera búið að taka hann úr umferð.  Það mætti etv. hafa sektir hærri fyrir unga ökumenn og fækka punktunum sem ungir ökumenn mega safna sér áður en kemur til ökuleyfissviftingar.  Það er bílstjórinn sem er vandamálið, ekki ökutækið.

Róbert Björnsson, 27.1.2007 kl. 02:22

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það er bannað að aka eftir einn, þannig eru reglurnar. En hvernig á að framfylgja því? Er það ekki nokkurnvegin eins þegar kemur að aflinu? Róbert segir að það sé ekki ökutækið heldur bílstjórinn sem er vandamálið, það er alveg laukrétt. Jafn rétt og að í sundi eru það ekki sundlaugarnar sem eru vandamál heldur ósyndir. Þar snýðum við stakk eftir vexti, höldum okkur í grunnulauginni og notum kúta þar til kunnáttan er fyrir hendi. Í flugi á engin von á að nýliði komi í lágflugi á F 15 orustuþotu, eða hvað?

Birgir Þór Bragason, 27.1.2007 kl. 07:22

4 Smámynd: GK

"Gróf frelsisskerðing fyrir 90% ungra ökumanna" - Þeir sem haga sér af ábyrgð í umferðinni hafa heldur ekkert við svona kraftmikla bíla að gera.

GK, 27.1.2007 kl. 14:52

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Guðmundur minn... ert þú eitthvað skyldur Marteini Mosdal?  Eina ríkis Lödu Sport á allt liðið   

Er það ekki svolítið Sovésk hugsun að ríkið ákveði hver hefur við hvað að gera?   Það er varla hægt að ætlast til þess af ungu fólki að það læri að taka ábyrgð á eigin gjörðum (í bílstjórasætinu sem og annars staðar) ef forsjárhyggja ríkisins þarf alltaf að hafa "vit" fyrir þeim. 

Vitleysingar geta vel spænt Hondu-brakið sitt uppí ofsa-akstur þrátt fyrir tiltölulega fá hestöfl...og á sama tíma geta skynsamir menn haldið sig á löglegum hraða á 300 hestafla Benz.   Hvor ætli sé nú öruggari þegar upp er staðið?

Róbert Björnsson, 27.1.2007 kl. 19:27

6 identicon

Það eru nú þegar þyngdar takmarkanir á ökurskírteinum hvers vegna ekki að taka upp aflstakmarkanir?

Haraldur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband