Lítill hraði

Allur hraði umfram 6 km/kls. er hættulegur. Hraði umfram 35 km/kls. er lífshættulegur. Ég skil ekki konuna að taka þessa áhættu. Það er að segja að slasa sig. Prófaðu að hlaupa á vegg. Vittu til þú slasast.
mbl.is Þurfti ekki að vera með öryggisbelti spennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og einnig er það ekkert einkamál ökumanna/farþega að nota ekki bílbelti jú við skattborgarar þurfum að geiða fyrir sjúkrahúsþjónustu þegar illa fer. Þá geta ökumenn/sendlar ekki verið öruggir með það að aðrir ökumenn í umferðinni aki jafn rólega og þeir gera á milli staða. það tekur aðeins 2 sekúndur að spenna beltið.

Umferðaráhugamaður (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:47

2 identicon

og komi bíll á 35 km hraða og segjum að hún aki á 30 km hraða á því augnabliki, þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Aukinheldur sem ef bílstjóri hins bílsins væri í órétti gæti hann átt háan dóm fyrir sér ef hún slasaðist mikið....

Vala (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:53

3 identicon

Hvar í ósköpunum kemur fram að þetta hafi verið kona? Ég get ekki betur séð (á fréttinni og dómnum) en að ökumaðurinn hafi verið karlkyns..

Arnar Þ. (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 13:46

4 Smámynd: ViceRoy

Bara benda ykkur báðum á að það kemur hvergi fram hvers kyns ökumaðurinn er. Það er talað um ökumann og bílstjóra sem bæði eru karlkyns orð og þar af leiðandi er talað um hann, ökumanninn/bílstjórann...

ViceRoy, 9.11.2007 kl. 14:14

5 identicon

Þessi sýknu dómur er því miður dæmi um löggjöf sem ekki er fylgjandi samtímanum.  Ég starfaði sem sendibílstjóri í Reykjavík í nokkur ár og notaði ALLTAF bílbelti og það var bara ekkert vandamál.  Það tekur 5 sek að spenna það og kannski 1 sek að losa það.  Mér finnst það jafnframt afar heimskulegt þegar atvinnubílstjórar almennt nota ekki bílbelti, þeir keyra margfalt meira en hinn almenni borgari og hljóta því að vera í mun meiri hættu að lenda í árekstrum hvort sem þeir valda þeim sjálfir eða eru fórnarlömb þeirra.  Sem dæmi: Þegar menn eru farnir að aka jafnvel upp undir 1500-2000 km á viku innanbæjar í Reykjavík er ekkert spurning hvort menn lenda í árekstri heldur HVENÆR! Ég hugsa til dæmis að strætóbílstjórinn sem missti báða fætur í hörmulegu slysi á mótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar, fyrir nokkrum misserum, hefði eftirá viljað vera í bílbelti og þannig sleppa sennilega ómeiddur.

Allavega, atvinnubílstjórar hættið þessu rugli og notið beltin (það á bæði við um konur og karla)! 

H. Vilberg (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 14:38

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Úps!

Birgir Þór Bragason, 9.11.2007 kl. 15:30

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er fáranlegur dómur ekkert annað.........áfram Stjarnan

Einar Bragi Bragason., 10.11.2007 kl. 01:26

8 Smámynd: Eiríkur Hreinn Helgason

Þessi dómur er reyndar samhljóða öðrum sem Ingibjörg Benediksdóttir, þá héraðsdómari, nú hæstaréttardómari, kvað upp um svipað tilvik.  Niðurstaða hennar var að ákvæðið í þáverandi reglugerð um undanþágu frá notkun öryggisbelta væri ónýtt.  S.l. vor var sett ný reglugerð um öryggisbúnað og notkun hans.  Sú er skv. þessum dómi jafn ónýt og forveri hennar.

Það kynni að vera ráð að heimsækja samgönguráðherra og fara yfir það með honum hvernig eigi að setja reglugerðir svo þær komi að gagn - hann hefur ekki alveg náð því ennþá!!!

Eiríkur Hreinn Helgason, 10.11.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband