Undarlegt!

Hvað gerir það athyglisvert að slysum fækkaði á sama tíma og bílum á nagladekkjum fækkaði? 

Eins og með margt annað í umferðinni þá veldur falskt öryggi mikilli hættu. Það er falskt öryggi í nagladekkjum. Það vita margir. Hvers vegna veit samgöngustjóri Reykjavíkurborgar það ekki?

Naglar hjálpa sumum ökumönnum að komast af stað en hjálpa lítið við stjórnun og/eða stöðvun ökutækja. Í raun má alveg segja að þeir sem komast ekki af stað án nagladekkja hafa ekkert út í umferðina að gera á höfuðborgarsvæðinu. 


mbl.is Slysum fjölgar ekki þrátt fyrir færri nagla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert bil á milli bíla = engin aftanákeyrsla!

Of mikið bil, og aftanákeyrslan verður harðari en ella. Hraðamunurinn verður meiri.

Hvað veldur því að einn ekur aftan á annan? Bilið? Nei. Sá sem er á undan? Já stundum. Sauðsháttur þess sem er á eftir? Já oftast.

Hvað er þá til ráða? Vekja sauðinn! Og hvernig verður það gert? Veit ekki. Því verður eiginlega hver og einn að svara sjáflum sér. Varst þú sauðurinn í umferðinni í gær?


mbl.is Bil á milli bíla sé hæfilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slökkva alveg, nema við gatnamót.

Þegar lýsingin hafði „sannað“ gildi sitt kom í ljós að alvarlegum óhöppum fjölgaði. Því miður virðast ökumann verða værukærari á svona vegum þegar þeir eru lýstir. Þess vegna á að slökkvað á þessum ljósum og fjarlægja þá. Vegrið á veginn beggjavegna sem og í miðju.
mbl.is Dimmir yfir Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á ekki að fara í þessa framkvæmd nema tryggt sé að Íslendingar vinni þetta

Úr því að Dönum lýðst að setja slík skilyrði varðandi byggingu brúar/gangna til Þýskalands, þá ætti það að vera auðveldur leikur hjá Íslendingum.
mbl.is Þurfa að standa undir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nefnilega það

„Jeppinn er brynvarinn og með sérstakan búnað til að gera rafkerfi í allt að 100 metra fjarlægð óvirkt og því sést hann ekki á ratsjám“

 Kannski mogginn ætti að kynna okkur hvað ratsjá er og hvernig hún virkar. Mogginn gæti svo í framhaldinu útskýrt hvernig þetta hér að ofan virkar. 

 

 


mbl.is Gaddafi á torséðan jeppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt

Þessi blessaða kona heldur áfram að misskilja sig. Guð blessi Ísland.
mbl.is Gefur kost á sér til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fjármálastofnanri og vondar.

Maður gæti haldið, eftir lestur svona fréttar, að þær fjármálastofnanir sem afskrifa 5.000 milljarða væru góðar, en þær sem tapa 5.000 milljörðum vondar.

Fjármála„snillingar“ lugu að okkur fyrir hrun og gera það enn. Það er ekki nokkur ástæða til þess að treysta bönkum né eftirlitsstofnunum í dag. Siðferðið í þeim er eitthvað allt annað en hjá venjulegu fólki.


mbl.is Afskrifuðu þúsundir milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom manni til aðstoðar?????

Hvað næst? Er einhver munur á drukknum hjólreiðamanni eða drukknum ökumanni? Þetta er dauðans alvara!
mbl.is Drukkinn á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefð?

Held nú að ef menn eygja sigurmöguleika þá reyna liðin að ná sigri á síðasta degi.

http://en.wikipedia.org/wiki/1989_Tour_de_France


mbl.is Bræður á verðlaunapalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gallað kerfi - röng viðbrögð

Í ljósi þess að reynslulítið fólk veldur slysum í umferðinni þá er gripið til þess ráðs að hækka prófaldurinn. Reynsluleysi verður þó enn við lýði því lítið er gert til þess að bæta reynslu þeirra sem fá ökuréttindi.

Því til viðbótar er ekkert gert til þess að koma í veg fyrir að reynslulaus nýliði fái að aka 300 hestafla tryllitæki innan um aðra vegfarendur.

Ég hef áður lagt það til að ökukennsla og ökunámið verði fært inn í grunnskóla landsins. Geri það hér með enn og aftur.

Við náum mestum og bestum árangri með því að kenna unga fólkinu okkar að umgangast fararskjótana og stýra nánar hverju nýliði má aka og hvar.

Sólópróf til notkunar á afmörkuðu svæði væri eðlilegt framhald æfingaakstursins. Sveitarfélög ættu að bjóða foreldrum aðgang að eftirlitsbúnaði í bíla til hand þeim sem aka áður en þeir ná 18 ára aldri.

Nýliði á EKKI að fá réttindi til þess að aka kraftmiklum bíl og skal þá sérstaklega horfa til hröðunarmöguleika fararskjótans.

Mín tillaga til viðbótar því að færa námið inn í grunnskólana með verklegum æfingum: Lækkum æfingaakstursaldurinn í 15 ára, tökum upp sólópróf fyrir 16 ára, merkjum sólóökumanninn rétt eins og þann sem er í æfingaakstri, takmörkum það svæði sem hann má aka í, t.d sá sem á heima í Garðabæ má einungis aka í sínum heimabæ. Innleiðum svipað kerfi og gildir um mótorhjól hvað varðar afl og vélarstærðir.

Kveðja BiggiBraga


mbl.is Ungir íslenskir ökumenn hafa bætt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband