Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Merkilegur „óvart árangur“ í Bandaríkjunum

Ný rannsókn bendir til að dauðsföll í umferðinni verði færri í ár í Bandaríkjunum en venjulega. Meginskýringin er sögð breytingar á akstursvenjum vegna metverðs á bensíni.

 

 

 

 

Sérfræðingar segja eina ástæðuna fyrir fækkun banaslysa í umferðinni þá að fólk hafi dregið mjög úr óþarfa bílnotkun, svo sem helgarferðum og kvöldrúntum sem séu áhættusamari en akstur á lítilli ferð um hábjartan dag á tepptum þjóðvegum. Að auki kemur hækkun bensínverðs verr við táninga og aldraða ökumenn en slysatíðni beggja hópa er há. Hafa þeir dregið umfram aðra hópa úr bílnotkun. Þá hefur akstur á dreifbýlis- og sveitavegum dregist ennþá meira saman en á öðrum vegum, en þar hefur slysatíðni verið hærri en á stofn- og hraðbrautum í þéttbýli. Loks hefur fjöldi ökumanna freistað þess að minnka bensínnotkun með því að aka hægar, sem hefur einnig dregið úr hættu í umferðinni.


Fíkniefni eru böl

Svo virðist að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Fíkniefni, áfengi og lyf sem hafa áhrif á taugakerfið eru viðvarandi og vaxandi vandamál þegar kemur að akstri bifreiða.

Það virðis líka vera vaxandi vandamál þessi múgsefjun sem verður á blogginu þegar svona gerist.

 Tvö vandamál sem bloggarar leysa alveg örugglega hratt.


mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

er farið að ritskoða hverjir blogga við fréttir?

Ég get allavega ekki bloggað við frétt um útafakstur við Laugarvatn

Laugarvatn

 


Einlæg von um bata - beltin bjarga

Tvö nýleg slys sanna svo ekki verður véfengt að beltin bjarga.

Það ætti að setja lög um að ekki verði hægt að aka bifreið hraðar en 8 km/kls. nema með beltin spennt í hverju því sæti sem setið er í. Tæknin er fyrir hendi.

Þetta er sem sagt áskorun á alþingismenn að setja slík lög.


Einlæg von um bata - beltin bjarga

Tvö nýleg slys sanna svo ekki verður véfengt að beltin bjarga.

Það ætti að setja lög um að ekki verði hægt að aka bifreið hraðar en 8 km/kls. nema með beltin spennt í hverju því sæti sem setið er í. Tæknin er fyrir hendi.

Þetta er sem sagt áskorun á alþingismenn að setja slík lög.


Beltin Bjarga

EN hvað er að kennslunni? Því lendir nýliði í svona aðstæðum? Það er hægt að kenna á þessar aðstæður þannig að fólk veit hvenær það þarf að breyta akstri sínum í takt við aðstæður. Á hvern á að skrifa þetta slys? Á hvern hefði það verið skrifað ef hér hefði farið á versta veg? Þetta á ekki að gerast, punktur.
mbl.is Heppnar að ekki fór verr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arrrrgggggg - Umferðarstofa!!!!!!!!

Ég var að hlusta á ráð Umferðarstofu varðandi akstur. Ráð við því hvað á að gera, missi maður hjól út fyrir malbikið.

Ráðið US er rangt - þeir segja: haltu ró þinni og beygðu rólega inn á malbikið aftur.

Rétt er að: halda ró sinni og dragðu úr hraða, rólega þó. Þegar hraðinn er orðinn þannig að ökumaður hefur fulla stjórn á aðstæðum - þá fyrst er í lagi að fara inn á aftur.


Hvað með mannfjölgun?

Er ekki ástæða til þess að birta líka tölur um fjölgun fólks á svæðinu? Ef margir hafa flutt utan af landi hefur CO2 útblástur þá ekki minnkað þar? Er það ekki heildar talan sem skiptir mestu máli?

Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað um 91%, Kópavogs um 76% og íbúum Hafnarfjarðar um 64%. Meirihluti íbúa þessara sveitarfélaga sækir vinnu í Reykjavík.

Á hverju eru þessar niðurstöður annars byggðar?


mbl.is Útblástur hefur aukist um 54%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er víða pottur brotinn í sýslunni.

Árnessýsla er einn stór svartur blettur. Engin önnur sýlsa er með jafn marga látna, alvarlega slasaða og lítið slasaða á öllu landinu. Aðeins Reykjavík sjálf er verri.

 

 

 

 

 

 

 

 Árin 1998 til og með 2007 létust í Árnessýlu 27 einstaklingar, 204 slösuðust alvarlega og 911 minnháttar. Í Reykjavík létust 24, 461 slösuðust alvarlega og 4828 minniháttar.

 


mbl.is Segir boltann nú hjá Vegagerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskar í þróttir

Í þessari frétt fullyrðir Lárus Kjartansson, framkvæmdastjóri Glímusambands Íslands, að glíman sé eina íslenska íþróttin. Það er ekki rétt.

Torfæran er alíslensk íþrótt. Hún hefur náð fótfestu í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku og síðast liðið haust var samþykkt hjá Norður-Evrópuráði í akstursíþróttum að keppt skuli í torfærunni á því svæði.

Íslenska torfæran hefur líka verið sýnd í sjónvarpi í rúmlega 80 löndum á árunum um síðustu aldamót. Þannig verður það líka fljótlega aftur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband