Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Nýtt??????

Ég hélt að fólk sem ég þekki hefði verið að nota MSN í gegnum og á GSM farsímum í mörg ár. Ég hef meira að segi séð það. Var það blekking? Eða er þetta blekking?
mbl.is Hægt að spjalla á MSN í farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fyrir mömmu

Þarna mun mamma fá sér sæti á meðan ég kaupi inn. Þetta er snilld. Held að systir mín muni líka grípa tækifærið og horfa á enska, á meðan kallinn hennar finnur til það sem þarf fyrir heimilið.
mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er orðin vandræðaleg myndbirting

Myndbirtingar með handbolta kvenna bæði hér á mbl og einnig á Vísi er orðin frekar einhæf. Eigið þið ekki aðrar myndir? Það jaðrar orðið við dónaskap að birta nær eingöngu myndir af Bragadóttur. Ég skora á íþróttaritstjóra mbl og Vísis að skoða þetta mál. Eða eru kannski ekki til aðrar myndir af kvennaboltanum?
mbl.is Litháen sigraði Ísland, 35:19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostar svarið?

Hvað ætli það kosti að svara þessari fyrirspurn Kolbrúnar? Ætli upphæðin færist sem kostnaður við rekstur heilbrigðiskerfis Íslands? Verður lífið betra og skemmtilegra þegar við vitum svörin?
mbl.is Ekki meira blátt og bleikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó varhugavert sé að alhæfa um umferðaröryggi...

...hringtorga út frá þessum tölum þá virðist þó sem þau dragi mjög úr slysatíðni á sama tíma og eignatjón vex. Segir í skýrslunni.

Hvaða hræðsla er þetta eiginlega? Fyrir breytingu slösuðust 37 en eftir að hringtorgin komu fimm. Já slösuðum fækkaði úr 37 í FIMM. Er ekki í lagi að alhæfa með þessar niðurstöður + niðurstöður úr öðrum rannsóknum? Hringtorg draga STÓRLEGA úr slysum á fólki!! Það er staðreynd.


mbl.is Slysum fækkar með hringtorgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vindur, vindhviður

Í Danmörku og víðar eru vindpokar á þeim stöðum sem búast má við vindhviðum. Það er gott að mælingar aðvari og menn geti þá beðið á meðan veðrið gengur yfir, en samt held ég að það vanti vindpokana, þar sem hviðurnar koma á þessari leið.
mbl.is Bíða veðurs í Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýslan sker sig úr í fórnarkostnaði

Árnessýsla er einn stór svartur blettur í umferðinni. Á árunum 1998 til og með 2005 létust þar 19 manns, 170 slösuðust alvarlega og 706 minniháttar. Á sama tímabili létust 16 í Gullbringusýslu og 14 í Mýrar og Borgarfjarðarsýslu, 61 slasaðist alvarlega í hvorri sýslu og tæplega 700 manns minniháttar samanlagt í þeim. Ástandið hefur ekki skánað síðan þá og ætti að vera rannsóknarefni hvers vegna Árnessýsla er jafn skaðleg fyrir ferðalanga og íbúa sína og raun ber vitni. Tölurnar eru úr gögnum Umferðarstofu.
mbl.is Bílveltur og árekstrar í umdæmi lögreglunnar á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sjálfsögð mannréttindi...

...að fá eða halda ökuréttindum. Ef það væri sjálfsögð mannréttindi þá væri það brot á þeim réttindum að neita fólki um ökuréttindi. Sem betur fer er þeim sem teljast vanhæfir til ökuréttinda við próftöku, meinað um þau. Það er því rangt hjá RNU að setja það í skýrsluna að það eru sjálfsögð mannréttindi að fá ökuréttindin.

Ég er þess reyndar fullviss að þessi tala sem upp er gefin hér er allt of lág. Slys af þessum völdum eru mun fleiri, en skortur á fjármagni til þess að rannsaka og einnig til þess að halda utan um skráningu slysa er meinið. Það liggur hjá ráðamönnum og löggjafanum að bæta þar úr.


mbl.is 13 dauðaslys í umferðinni rakin til veikinda ökumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnað

Beltin bjarga, er einhver í vafa? Það verður þó að spenna þau:)
mbl.is Sakaði ekki er bíllinn fór tvær eða þrjár veltur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vímuefnin eru að drepa fólk

Þær eru tvær fréttirnar núna hér á forsíðu mbl.is í morgunsárið um afleiðingar aksturs undir áhrifum. Mild að ekki fór verr. Þetta sýnir að böl fíkniefna er mikið og alls ekki bundið við neytendur eina. Bíll sem vegur eitt og hálft tonn og nær 160 til 200 km. hraða er morðvopn í höndum þeirra, og sakleysingjar eiga það á hættu að verða fyrir þeim. Þekkir þú einhvern sem ekur undir áhrifum? Væri ekki ráð að láta lögregluna vita af slíku? Það gerir sannur vinur.
mbl.is Bifreið gjöreyðilagðist er hún þeyttist á bensínstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband