Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Afleit hugmynd

Sú hugmynd umhverfis og samgönguráðs Reykjavíkur að ökumenn sem eru einir í bíl verður bannað að aka um hinn nýja Hlíðarfót á álagstímum, er slæm. Það er líka slæmt að ekki verður hringtorg við Loftleiðahótel.

 Sá sem kemur vestan úr bæ og er einn í bíl þarf að aka yfir gatnamót við BSÍ (í stað þess að beygja til hægri) aka upp á Bústaðaveg til hægri og svo aftur til hægri inn á Flugvallarveg. Síðan kemur það versta og það er vinstri beygja við Loftleiðahótel. 

Í stað þess að fara tvisvar til hægri og komast þannig á leiðarenda við HR, þá þarf viðkomandi að aka yfir ein gatnamót (ljósastýrð) beygja tvisvar til hægri í báðum tilfellum á ljósastýrðum gatnamótum og síðan ein sinni til vinstri (í veg fyrir aðra umferð).

Það er vondur kostur. 


Ekki eitur

Súrál er ekki eitrað. Það er hættulaust með öllu. Það hefur þó hörku á við demant og því væri ráðlegast að skola það af bílum og öðrum lökkuðum hlutum, ekki strjúka það af.

Viðbrögð Ernu eru brosleg. Heimalærdómur er af hinu góða.


mbl.is Súrál fauk um álverssvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðing?

Er lögreglan orðin svo fáliðuð að handjárnin eru eini vinnufélaginn?
mbl.is Í handjárn en óölvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SMS og akstur fara ekki saman


Hjálmar á reiðhjólafólk - ég fékk þetta sent.

Hvert år får 2.700 cyklister alvorlige hovedskader ved trafikulykker. Omkring halvdelen kunne være sluppet med mindre knubs, hvis de havde brugt cykelhjelm. Derfor støtter TrygFonden lige nu kampagnen "Sikker hje(l)m", som du kan læse mere om her.

Alvorlig historie bag nytænkende kampagne
Kampagnen er startet af designeren Rikke Gravengaard, hvis søster fik en hjerneskade efter en trafikulykke, fordi hun ikke brugte hjelm. Derfor besluttede Rikke, at hun ville have flere til at spænde hjelmen. Men hvad gør man, når mange dropper hjelmen, fordi den ikke ser smart ud?
For Rikke lå løsningen lige for: Hun fik fire kendte designere til at skabe smarte cykelhjelme - og fik Netto til at sælge dem for 199 kr. Heraf går 50 kr. til Hjernesagen og Hjerneskadeforeningen.

Læs om kampagnen "Sikker Hje(l)m", design din egen hjelm og læs Rikkes Gravengaards historie

Hjelmene blev revet væk - nye kommer til september
"Sikker hje(l)m" er allerede en succes. Alle designer-hjelmene er revet væk fra hylderne. Derfor har Rådet for Større Færdselssikkerhed, Netto og TrygFonden sagt ja til at være med i endnu en runde af kampagnen. Fik du ikke en af de smarte cykelhjelme i denne omgang, har du altså chancen igen i slutningen af september.

Design din egen cykelhjelm og vind en rejse til
New York
For at skabe opmærksomhed om hjelmene har TrygFonden og Rådet for Større Færdselssikkerhed lavet hjemmesidenminhjelm.dk. Her kan du designe din egen seje hjelm og være med i konkurrencen om flotte præmier - bl.a. 10 cykelhjelme i eget design, en rejse for to til New York eller en cykel.

Sidste frist er 30. august 2009.

Hos TrygFonden håber vi, at kampagnen vil give dig større lyst til at bruge cykelhjelm, hvis du ikke allerede er overbevist.

Med venlig hilsen
TrygFonden

Gurli Martinussen
Direktør


Einföld skýring!

Hraðinn að aukast eða ökumenn taka ekki eftir sauðfé í vegkantinum! Rannsókn málsins lokið. Málið leyst. Er það ekki annars?

Ég var farþegi í bíl hjá bónda þegar hann ók á lamb. Bifreiðin var af gerðinni Land Rover og þetta var árið 1965. Bóndinn var þá sauðfjárbóndi. Hann ók ekki of hratt. Hann sá flest sem gerðist í kringum sig. Samt ók hann á lambið. Í mínum huga eru það frekar ytri aðstæður sem eiga mestan þátt í svona óhöppum. Hátt gras í vegarkanti er sennilega besti felustaðurinn fyrir féið.

Voru aðstæður rannsakaðar í þessum átta tilfellum? Voru þær vandlega skrifaðar niður? Voru teknar myndir? Það væri kannski málinu til framdráttar að lögreglumenn hröpuðu ekki að niðurstöðu ( þessi er sú vinsælasta (hann ók of hratt)). Þannig mætti nú kannski fækka þessum óhöppum og koma í veg fyrir að í þeim slasist eða jafnvel látist fólk.


mbl.is Talsvert ekið á sauðfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir hinu megin frá?

Voðalega væri nú fróðlegt að sjá spor rútunnar á leiðinni út í móa. Var þetta vegurinn eða var þetta bílstjórinn?
mbl.is Vegurinn gaf sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný umferðarlög grein 16

Í 5. mgr. er fjallað um akstur af akbraut með tvær eða fleiri reinar í akstursstefnu. Í síðari málsl. er fjallað um akstur af slíkum vegi með tveimur beygjureinum inn á akbraut með tveimur eða fleiri reinum. Orðrétt hljóðar þetta svona:

Ökumaður sem nálgast vegamót á akbraut með tvær eða fleiri reinar í akstursstefnu sína, skal í tæka tíð færa ökutæki sitt á þá rein sem er hentugust með tilliti til annarrar umferðar og fyrirhugaðrar akstursleiðar. Þar sem tvær beygjureinar eru inn á akbraut, með tvær eða fleiri reinar fyrir umferð í sömu akstursstefnu, skal sá sem velur hægri rein í beygju koma inn á rein lengst til hægri á akbraut sem ekið er inn á.

Hér er verið að festa í sessi klúður sem búið hefur verið til af ökukennurum. Þeir hafa ranglega kennt nemendum sínum að taka vinstri beygju inn á tveggjareina akbrautir, á akreinina lengst til hægri. Með þessu er verið að hindra eðlilegt flæði umferðar sem kemur úr gagnstæðri átt og ætlar til hægri. 

Ef festa á í lögum hvernig slíkar vinstribeygjur á að taka, þá þarf að snúa ofan af þessu. Sá sem er á vinstri beygjurein á að taka þá akrein sem er honum næst og sá sem er á hægribeygjurein á að taka akrein númer tvö frá vinstri. Þannig skapast svigrúm fyrir umferð úr gagnstæðri átt til þess að taka hægribeygju á þá rein sem er honum næst.  Sama á við þegar aðeins ein beygjurein er til vinstri inn á akbraut með tveimur eða fleiri reinum. Þá á að taka vinstribeygju inn á þá rein sem er lengst til vinstri á þeim vegi sem ekið er inn á.


Tvöföldun ónauðsynleg

Það er meira en nóg að aðskilja akstursstefnur. Það er hægt að gera með 2+1. Slík framkvæmd skilar meira öryggi fyrir mun lægri upphæðir.
mbl.is Telja tvöföldun Suðurlandsvegar brýnasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 í Rússlandi og ...

23.000 í öðrum hlutum heims. Og það í hverri einustu viku ársins.
mbl.is Umferðarslysaalda í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband