Myndir hinu megin frá?

Voðalega væri nú fróðlegt að sjá spor rútunnar á leiðinni út í móa. Var þetta vegurinn eða var þetta bílstjórinn?
mbl.is Vegurinn gaf sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lenti í svipuðu atviki með 50 amerikana á leið að dettifossi fyrir nokkrum árum. Þá var ég reyndar að mæta annarri rútu frá sama fyrirtæki og þurfti að víkja út í kant og kanturinn gaf sig. Helt þá að rútan myndi fara á hliðina en sem betur fer slapp það og þurfti öfluga jarðýtu til að ná rútunni aftur á veginn. Í því tilfelli var það vegkanturinn sem gaf sig þar sem maður hafði allavega meter eftir af vegkantinum og rútan nánast stopp.

Björn Ingi (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 17:14

2 identicon

Það er hægt að sjá á þessum myndum að það fer ekki á milli mála að kanturinn er mjög laus í sér gæti trúað að það sé ekki langt síðan að vegurinn hafi verið lagaður þ.a.s gerður breiðari án þess að þjappa vegkantinn á eftir. Ég keyrði vítt og breitt um landið í 7 ár með ferðamenn og þegar ég var í vafa með kantanna og var að mætta öðru farartæki í óbyggðum þá stoppaði maður rútuna og beið þar til að hún var komin framhjá. .

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Þetta er splunkunýr vegur, með óþjappaða kanta.

Þarna er engu um að kenna öðru en vanmati bílstjóra á aðstæðum.

Enda er enginn að kenna neinu öðru um.

Börkur Hrólfsson, 16.8.2009 kl. 20:59

4 Smámynd: Magnfreð Ingi Ottesen

Börkur, hvað með vegagerðina sem lagar vegina og gerir þá það mjóa að það sé íllmöguleiki að fara með rútu útí kant svo ekki verði árekstur við smærri bíla?

Gætu þeir ekki átt sökina á því að rútur fari útí móa þar sem kanturin svíkur, jafnvel þó það sé hátt í einn metri útí kant?

 Sjálfur er ég rútubílstjóri og hef tapað speglum við að mæta annari rútu þótt að báðir hafi farið  alveg útí kant.

Magnfreð Ingi Ottesen, 17.8.2009 kl. 02:23

5 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Auðvitað væri gott, ef hægt væri að treysta því, að kantar héldu 16 tonna bílum, alveg út á brúnina.

Í þessu tilfelli held ég að vegurinn sé einkaframkvæmd, og Vegagerð Ríkisins hafi ekki gert hann.

Að tapa speglum við mætingar, sýnir vanmat á breidd vegar og bíls, og að of hratt hefur verið ekið miðað við aðstæður.

Þarna var ekki ekið miðað við aðstæður, það er alveg ljóst.

Síðan getum við velt því fyrir okkur hvort aðstæður voru bjóðandi, eða ekki.

Og við hvern er þá að sakast ?

Börkur Hrólfsson, 17.8.2009 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband