Bloggfćrslur mánađarins, desember 2006

2+1 Borgarnes - Akureyri

Ţađ gćti hjálpađ til ađ útbúa ţriđju akreinina á 20 km. fresti og hafa hana 5 km. langa. Ţađ verđa ţá 20 km. međ ţremur akreinum á hverjum 100 km. samtals 60 km. Ţannig greiđum viđ fyrir framúrakstri. Kostnađur er sagđur um 40 milljónir á hvern km. ţriđjuakreinar (sem viđbót viđ ţađ sem fyrir er) og ţví er hér talađ um 2,4 milljarđa alls.
Framhaldiđ liggur í augum uppi.

Harđduglegur.

Fallinn er dómur í máli 23 ára dansks karlmans. Sekt upp á 60.000 krónur og jafnhliđa voru tekin af honum ökuréttindin. Hann sofnađi sex sinnum undir stýri. Hann vann fulla vinnu á daginn og á kvöldin og nóttunni vann hann viđ ađ aka út blöđum. Hann svaf ţví nćstum ekkert, nema ţá helst undir stýri.

Ćtli ţetta ţekkist á Íslandi?


Ekur ţú eftir einn?

Tryggingafyrirtćki eitt lét fara kerfisbundiđ yfir 1,7 milljón mála. Niđurstađan var skýr. Af hverjum 600 smávćgilegum mistökum leiddu yfirleitt 10 til minni háttar slysa á fólki og eitt til meiri háttar slysa. Međ ţví ađ draga úr fjölda lítils háttar mistaka mun ţađ sem sagt koma fram í formi fćrri slysa.

Eru ţađ smávćgileg mistök ađ aka eftir einn? Hugsađu máliđ.


Fátt nýtt undir sólinni.

Undanfariđ hafa veriđ fluttar fréttir um árangur lögreglunnar viđ ađ finna óhćfa ökumenn. Getum viđ sem einstaklingar lagt eitthvađ af mörkum í ţeirri baráttu?

Hér er grein úr lćknablađinu síđan 2005


Veiku hliđarnar

Ţegar hver orrustuflugvélin á fćtur annarri hrapađi á árunum fyrir 1950, voru ţessi slys fyrst í stađ útskýrđ međ mistökum flugmannanna. En hinn mikli fjöldi slysa varđ engu ađ síđur til ţess ađ hjá bandarískum hernađaryfirvöldum fóru menn ađ velta fyrir sér samspili manns og véla. Nánari rannsókn á slysunum leiddi nefnilega í ljós ađ í flestum tilvikum mátti rekja ţau til gallađrar tćknihönnunar. Ţađ var einfaldlega of auđvelt fyrir flugmanninn ađ gera mistök. Ţegar innréttingum í flugstjórnarklefanum var breytt, fćkkađi slysunum verulega. Ţetta varđ upphafiđ ađ alveg nýju sviđi rannsóknar ţar sem menn einblína á mannlega ţáttinn. Ein ţeirra stofnana sem nú standa í allra fremstu röđ á ţessu sviđi er danska stofnunin Forskningscenter Risř ţar sem vísindamenn hafa um 25 ára skeiđ fengist viđ ađ koma í veg fyrir mannleg mistök. Starfiđ fer ađ hluta til fram viđ Danish Human Factor Center.

Svona hefst ţessi grein í tímaritinu Lifandi vísindi

Rannsóknir hafa einnig sýnt greinilegt tölfrćđilegt samhengi milli lítilla mistaka og alvarlegra slysa. Tryggingafyrirtćki eitt lét t.d. fara kerfisbundiđ yfir 1,7 milljón mála. Niđurstađan var skýr. Af hverjum 600 smávćgilegum mistökum leiddu yfirleitt 10 til minni háttar slysa á fólki og eitt til meiri háttar slysa. Međ ţví ađ draga úr fjölda lítils háttar mistaka mun ţađ sem sagt koma fram í formi fćrri slysa.

Ţessi niđurstađa í greininni vekur mann til umhugsunar hvort ţađ vćri ekki rétt ađ yfirfćra ţessa ţekkingu til hagsbóta fyrir okkur í umferđinni.


Bílar eru leiktćki.

Allt frá ţví ađ innflutningur á bifreiđum hófst til Íslands hafa ţćr veriđ notađar fólki til skemmtunar. Bíltúrar eru eitthvađ sem allir ţekkja, rúnturinn, og já menn hafa reynt međ sér í sparakstri, torfćru, ísakstri og ţannig mćtti lengi telja. Fram á síđasta áratug síđustu aldar ţurftu menn ađ útvega sér aukahluti til ţess ađ breyta bifreiđum í alvöru leiktćki, en ţá áttuđu framleiđendur sig á ţví ađ leiktćkin voru söluvara til almennings. Ţá hófst ćđisgengiđ kapphlaup ţeirra í ađ fjöldaframleiđa kappaksturstćki, međ vélarafli, gírkassa, driflćsingum, fjöđrunarkerfum, bremsum og stýrisbúnađi sem sómir sér á kappakstursbrautum um víđa veröld. Allt ţetta varđ falt fyrir nćstum ţví ţađ sama og venjulegur fjölskyldubíll. Um svipađ leyti varđ ógnaraflaukning í kappakstursbílum sem varđ til ţess ađ FIA, alţjóđaakstursíţróttasambandiđ sá sig tilneytt til ađ takmarka afl í keppnistćkjum. Ţađ gerist međal annars í rally áriđ 1985 og var miđađ viđ hámarksafl 300 hestöfl. Stórlega dróg úr slysum í ralli viđ ţessar takmarkanir og slíkar takmarkanir eru nú í öllum greinum sem keppt er í undir merkjum FIA.

Alţýđustjórnir landa hafa hinsvegar veigrađ sér viđ ađ setja slíkar takmarkanir á leiktćkin sem seld eru almenningi og/eđa notkun ţeirra. Stađan er sú á Íslandi og víđar, ađ nýliđi má aka 500 hestafla bifreiđ daginn sem hann fćr ökuréttindi, í almennri umferđ, innan um alla ađra umferđ og ţađ án ţess ađ hann hafi sannađ getu sína til ađ stjórna slíku tćki. Gatan er ekki leikvöllur en á međan ekkert annađ er ađ hafa og allir geta eignast eđa fengiđ lánađ leiktćki eins og bifreiđ, ţá munu menn leika sér ţar.

Viđ fćrđum knattspyrnu af götunum fyrir nokkrum árum síđan, lćrum af ţví. Fćrum ţessi leiktćki úr almennri umferđ, fyrsta skrefiđ er ađ takmarka ađgang nýliđa ađ ţeim, skref tvö, ađ koma okkur upp leiksvćđum en samt međ takmörkunum á afli miđađ viđ reynslu

Viđ kennum börnunum okkar ađ synda á unga aldri, lćrum af ţví. Fćrum verklega ökukennslu inn í grunnskólana og kennum ţau frćđi sem ţarf, til ađ komast lifandi frá samgöngum á landi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband