Borgar sig væntanlega á einu ári
13.1.2010 | 10:36
Vegrið á þessum fjölförnu vegum munu sennilega koma í veg fyrir að minnsta kosti tvö alvarleg slys á hverju ári. Hvert alvarlegt slys kostar ekki minna en 250 milljónir. Það ætti því að vera réttlætanlegt að gera þetta og það strax.
Það er hins vegar umhugsunar efni að í hvert sinn sem gagnrýni beinist að samgönguráðuneytinu þá eru menn kallaðir á teppi og múlbundnir. Í gegnum tíðina hef ég oft og margsinnis fengið að heyra að ég mætti ekki segja hvaðan ég hef fengið upplýsingar um ýmislegt sem varðar umferðaröryggi. Verkfræðingar og verkfræðistofur eiga það á hættu að missa verkefni ef þeir gagnrýna. Það er spilling í þessum málum á Íslandi og hefur verið lengi. Nýjar upplýsingar benda til að það er þannig enn.
Sameiginlegt markmið allra að fækka slysum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.