Er þetta í lagi?
12.1.2007 | 14:30
Hvað kostar einn lítill árekstur? Ég giska á 100.000 krónur pr. bíl. Ef 100 bílar beyglast á hverjum degi þá er lágmarkskostnaður á ári 3,6 milljarðar. Að vísu skapast mikil atvinna við lagfæringar en þetta er samt stórtap fyrir þjóðarbúið. Hverjir eru að valda þessum árekstrum? Getur verið að 25% ökumanna valdi 75% árekstra? Ætli einhver skrái þetta líkt og hvert einasta óhapp hjá flugmönnum. Flugmaður sem verður uppvís að klaufagangi aftur og aftur missir flugréttindin. Veit einhver hvernig þetta er með ökumenn?
53 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veistu ég er svo sammála þér. Ég hef lent í bílslysi þar sem að valdur af slysinu sagði við lögguna að hann hafi verið á 140 og ekki stigið á bremsuna fyrr en eftir höggið (hann keyrði aftan á okkur og við vorum stopp á gatnamótum. Hann var að vísu í ofursjokki þar sem að ég öskraði kasólétt að hann væri búin að drepa barnið mitt sem hann gerði ekki sem betur fer. Þetta sýnir bara að fólk er ekki vakandi í umferðinni og það er líka enn á sumardekkjum og kann hreinlega ekki að keyra í snjó.
Steinunn (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 19:04
Ég held að enginn missi ökuleyfið fyrir klaufagang... En einhvernveginn sé ég það ekki sem klaufagang að vera á 140 km hraða og þegar er snjór og hálka..það er þar fyrir utan ólöglegur hraði við eðlileg aksturskilyrði..Þannig að þetta kalla ég hreina og klára heimsku.. En ef að sama fólkið er aftur og aftur að lenda í óhöppum ja þá eru það mjög svo lélegir ökumenn.. getur ekki verið að viðkomandi sé svo óheppinn að óhappið sé alltaf "hinum" að kenna..Ég myndi láta þá aðila sem lenda í þessu fara í "færni" próf eða "endurmat" ... Ef að hvert óhapp hjá flugmönnum er skráð, þá finnst mér ekki síður eiga að gera það við lækna sem gera mistök í sínu starfi og eru jafnvel að valda dauða sjúklinga... En það er kanski í lagi að læknar drepi fólk af gáleysi/klaufaskap en ekki að bílstjórar geri það .. En ökumennirnir missa jú iðulega ökuleyfið í x langan tíma en læknir virðist aldrei missa sitt leyfi... Hann er bara fluttur á milli deilda... Hann ætti líka að fara í faglegt endurmat á sinni starfsgetu..Sorry ..þetta var smá útúrdúr...
Agný, 14.1.2007 kl. 22:23
Já þetta er útúrdúr :) Ég hafði hugsað mér að þetta blogg fjallaði um umferðina og þær hörmulegu afleiðingar sem við verðum vitni að í mánuði hverjum. Það er hægt að laga þetta það virist aðeins vanta trúnna á að það sé hægt.
Birgir Þór Bragason, 15.1.2007 kl. 07:33
Erum við íslendingar ekki bara alltof frek í umferðinni og tillitslaus? Böðlumst áfram á frekjunni. En það er kanski ekkert skrítð að sklysum fjölgi eftir því sem bílunum fjölgar. Hvað eru áætlaðir margir bílar pr. mann? Svo er alltaf verið að breyta gatnakerfinu og illa tilkynnt um þær breytingar og illa merkt líka og miðað við hraðann þá er þetta líka einn þáttur sem ýtir undir slys.
Agný, 16.1.2007 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.