Ólympíuhreyfingin á flótta?
13.2.2010 | 10:27
Í mjög mörgum greinum á vetrarólympíuleikum snýst keppnin um að ná sem mestum hraða og halda honum sem lengst. Ábyrgð framkvæmdaraðila er að ekki hljótist slys af þó keppanda mistakist í tilraun sinni. Að kenna keppandanum um í þessu tilfelli er flótti frá ábyrgð.
Vonandi huga íslenskir keppnishaldarar að öryggismálum í keppnum hér heima.
Sleðabrautin sögð í lagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir setja ábyrgðina á þann látna en laga samt umhverfi brautarinnar. Eru þeir þá ekki að viðurkenna að ekki sé allt í lagi? Það hlýtur að vera ábyrgðarhluti að hanna þessa braut þannig að smávægileg mistök kosti menn lífið.
Gísli Sigurðsson, 13.2.2010 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.