En hver er hin raunverulega ástæða fyrir þessum árekstri?

Hvað gerði það að verkum að ökumaður sjúkrabílsins sá ekki þann sem ók inn á gatnamótin? Varla getur það hafa verið hraðinn. Hvað skyggði á? Hvers vegna sá hinn ökumaðurinn ekki sjúkrabílinn? Það er ekki hægt að útskýra þetta atvik með því að sjúkrabílnum hafi verið ekið of hratt. 

Vissulega er ljóst að ökumaður sjúkrabílsins sýndi ekki næga aðgæslu, en hvers vegna? Í hvaða formi var þetta aðgæsluleysi? Það vantar eitthvað hér. 


mbl.is Sjúkrabíllinn ók of hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þætti gaman að vita hvað hinn ökumaðurinn gerði? Fannst honum ekkert athugavert að gatanmótin hafa öll verið í lamasleysi og bílar út um allt til að hleypa sjúkrabílnum framhjá? Var viðkomandi kannski að senda sms? Ef ég man rétt þá keyrði bíllinn í hlið sjúkrabílsins þannig hann valt. comon, hver tekur ekki eftir því þegar stór bíll með blá ljós blikkandi kemur aðvífandi?

Guðjón Jónatansson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 20:17

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Þetta er ekkert mál, ef hann borgar ekki þá þarf hann að sitja inni í 6 daga.  Hann tekur það bara út í samfélagsþjónustu og sinnir henni í slökkviliðinu.   Hann fær kannski ekki að keyra bíl þessa 6 daga, en það verður bara að hafa það

Kristinn Sigurjónsson, 17.2.2010 kl. 21:00

3 identicon

Það sem ég hef ekki ennþá fengið skilið með þessa framkvæmd sem er færsla Hringrautar suður fyrir er hvers vegna var ekki gert ráð fyrir að það væru eingöngu mislæg gatnamót frá Bústaðarvegi að Suðurgötu.

Það hefur verið vitað í 30 ár að þetta sé umferðarþungur vegarkafli, en samt var bensínstöð klastrað svo ofan í gatnamótin þarna að útilokað er að breyta þeim nokkurntíman ef þörf krefur td ef flugvöllurinn fer og 10 þúsund íbúar í viðbót bætast í umferðina á þessum vegarkafla.

Þetta slys hefði mátt fyrirbyggja með réttum umferðarmannvirkjum, en eins og oftast þá horfa yfirvöld hér ekki lengra en 2 ár fram í tíman þegar þau skipuleggja umferðarmannvirki.

Kjartan Þór Kjartansson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 21:22

4 identicon

Kjartan - tvö ár væri nú frekar mikil framför í framsýni við smíði flestra umferðarmannvirkja

Gulli (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 21:35

5 identicon

n1 er með lóðina á 10 ára leigu  og gætu hún alveg eins þurft að fara efir þann tíma. en ég er sammála, það vantar eitthvað í fréttina

alli (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 21:56

6 identicon

Þetta er frekar ósanngjarnt að dæma sjúkraflutningamann til  sektar sem er í útkalli. Viljum við ekki að þeir keyri hratt og séu eins fljótir á slystað og mögulegt er ?  Þetta eru menn sem seta sjálfan sig í hættu nánast á hverjum degi fyrir okkur fólkið í landinu. Ef þetta er ekki hundsbit, þá er það ekki til.

Steinar (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 22:15

7 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Skil ekki þennan dóm vitni bera að sjúkrabílinn hafi verið vel sýnilegur ekki var neitt að skyggni þess vegna tel ég þennan dóm út í hött og hvet bílstjórana til að áfrýja . Og n1 fékk að reisa þessa stöð þarna vegna þess að þeir þurftu að rífa nýlega stöð þar sem tónlistarhúsið er að rísa

Jón Rúnar Ipsen, 17.2.2010 kl. 23:03

8 identicon

Sjúkrabíllinn átti að hafa keyrt of hratt miðað við aðstæður. Hvað er of hratt fyrir sjúkrabíl í forgangsakstri hratt og við hvað miðast þessar aðstæður? Eins þú segir Birgir það vantar eitthvað í fréttina. Ég bý rétthjá nóatúni og ég heyri í hverjum einasta löggubíl, sjúkrabíl eða slökkviliðsbíl sem keyrir nóatúnið eða miklubrautina, og við það eitt að sitja bara heima. Ætti þá ekki ökumaðurinn sem er í umferðinni nokkrar bíllengdir frá sjúkrabílnum að sjá hann eða heyra í honum. Ef hann var með svona hátt í græjunum og heyrði ekki í sjúkrabílnum þá var hann víst með ljós sem fara nú ekki framhjá manni. Ég vil meina að bílstjórinn sem keyrði á sjúkrabílinn hafi sýnt vítavert gáleysi í akstri.

Það er líka súrt að heyra nokkrum dögum seinna að löggan stoppaði unga ökumenn sem keyrðu vel yfir hámarkshraða vegna þess að þeir voru orðnir of seinir að keppa í handbolta svo að löggan keyrði með þeim á leikstað og spjallaði aðeins við þjálfarann, sem hefur líklega brosað við öxl þegar löggan var á bak og burt. 

Hvar endar þetta þjóðfélag ?? Er ekkert réttlæti til lengur á Íslandi? 

Mér finnst aaalveg hreint fáránlegt að ökumaður sjúkrabílsins hafi fengið sektina. Hann vinnur við að komast sem fljótast á áfangastað og hefur til þess forgangsbúnað sem við hin eigum að virða og forða honum frá töfum í umferðinni. Þetta eru algjör heilauppköst að dæma málið svona. Hvernig hefði málið farið ef það hefði nú verið sjúklingur í sjúkrabílnum? Eða þá að sjúklingurinn sem ná átti í væri ekki meðal okkar í dag vegna þessarra tafa? Ekki myndi ég vilja hafa það á samviskunni að klessa á sjúkrabíl, löggubíl eða slökkvibíl í forgangsakstri. Ég vil fá allt upp á borðið og láta skoða niðurstöðurnar aftur. Hér vantar eitthvað. 

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband