Ótrúlegur þessi sýslumaður ...

... það er eins og honum finnist þetta gaman. Það er augljóst að hann hefur ekki snefil af væntumþykju með íbúum sýlsunnar því þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann lætur ljós sitt skína við svona aðstæður.
mbl.is Hrina uppboða á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli hann væri ekki til í að skella þvaglegg í fólkið sem er að missa allt sitt...

DoctorE (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 09:03

2 identicon

syslumaðurinn á selfossi er lítill böðull, hann í skjóli embættis síns böðlast á fólki og treður það undir skítugum skóm sínum

það þýðir ekkert fyrir hann að reyna að mæra sig, það þarf ákveðna manngerð til að sinna þessu starfi, ákveðnar mannleysur sem fást í það, fólk sem horfir á tölur og tákn í stað þess að sjá mannleg gildi.

ísland hefur alið af sér ýmsa bastarði gegnum söguna, 'olafur er einn þeirra

Gestur (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 09:06

3 Smámynd: Jón Lárusson

Ólafur er svo sem ekki upphafsmaður þessara uppboða, hann er bara sendiboðinn. Það eru bankarnir og lífeyrissjóðirnir sem gera þessa kröfu, allt með samþykki ríkisstjórnarinnar.

Ef reiðin á að beinast eitthvert, þá er það til ríkisstjórnarinnar sem gætir ekki hagsmuna almennings og til lífeyrissjóðanna, sem eiga að heita í okkar eigu. Það er þeirra að sýna skilning á aðstæðum fólksins í landinu.

Jón Lárusson, 16.3.2010 kl. 09:26

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Jón það eru þessar kjánalegu athugasemdir sem koma frá Ólafi sem pirra. Vissulega er hann ekki upphafsmaður en með orðum „Ekki verstu dagarnir. Fleiri eignir hafa verið boðnar upp á einum degi,“ sýnir hann samborgurum sínum ákveðið skeytingarleysi. Það er mjög mjög erfitt að standa í húsi sínu, hlusta og horfa á það selt án þess að geta rönd við reist.

Það væri í sama anda hjá Ólafi að segja eftir næsta banaslys á Suðurlandsvegi, að það hafi nú áður verið verra, fleiri hafin nú látist í einu slysi hér um árið.

Birgir Þór Bragason, 16.3.2010 kl. 09:41

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sýslumaðurinn er aðeins að vinna sína vinnu og þarf að afgreiða það sem inn á hans borð kemur eins og lög bjóða.

Ég tel að með þessum orðum, sem þú tilgreinir,  hafi sýslumaðurinn aðeins á raunsægjan hátt verið að lýsa ástandinu, á heildina litið og alvarleika þess.

Þetta er smásmugu háttur hjá þér, ætla má að þú hafir horn í síðu sýslumanns.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.3.2010 kl. 10:02

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég hef ekki horn í síðu hans. Ég geri ráð fyrir að þessi orði þín Axel, sýni hvernig þú bregst við þegar þú hefur horn í síðu einhvers.

Birgir Þór Bragason, 16.3.2010 kl. 10:06

7 identicon

Mér þykir nú mestu tíðindin í þessu að sýslumaðurinn bjóði upp rétt hús. Ekki eins og hérna um árið þegar hann bauð upp vitlausan sumarbústað!

Birgir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 10:07

8 Smámynd: Jón Lárusson

Nú heyrði ég ekki í Ólafi þegar hann lét þessi orð falla, en það má svo sem skilja þetta á tvennan hátt. Að þetta sé nú ekki mikið, hann gæti gert betur. eða þá að hann sé að bend á að ástandið sé mjög slæmt og ef fólki finnist þetta mikið, þá sé það í raun verra. Sé þarna að reyna, eins hlutlægt og hann getur, að benda þeim sem fara með ákvörðunarvaldið, á að þeir verði að bregðast við. En þar sem ég heyrði ekki tóninn í honum, get ég svo sem ekki sagt til um það hvort hafi verið.

Ég get alveg tekið undir með þér Birgir, að það er varla gaman að horfa á eign sína, eða það sem maður taldi eign sína, verða boðna upp án þess að geta rönd við reist. Þegar það svo gerist á slíkum tímum sem við búum við í dag, þegar þetta er tilkomið vegna atburða sem einstaklingarnir hafa ekki neina stjórn á, þá hlýtur þetta að bíta.

Það er þess vegna sem almenningur verður að taka höndum saman og sjá til þess að þeir sem eiga að taka á þessum málum, geri það.

Jón Lárusson, 16.3.2010 kl. 10:26

9 identicon

Það getur vel verið að Ólafur sé að vinna vinnuna sína, en það breytir ekki því að nú er ráðist á þá sem tóku þessi lán sem bankamenn ráðlögðu þeim að taka, en þeir sem fóru svona með ísland eru barasta í góðum málum. Ég held að sýsli geti nú eitthvað maldað í móinn eða hvað?

Einar M G (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 10:57

10 Smámynd: Billi bilaði

Ég hef horn í síðu hans. Hann er oflátungur.

Billi bilaði, 16.3.2010 kl. 12:46

11 identicon

Bankarnir, lífeyrissjóðir og önnur lánafyrirtæki ásamt ríkistrjórninni haga sér eins og handrukkarar. ,,ef þú borgar ekki skuldina þína (sem við erum búnir að margfalda með sukkinu okkar) þá skulum við sjá til þess að þú og þínir munu ekki eiga sjö dagana sæla" Þetta eru skilboð þessara stofnanna. Eflaust er sýslumaðurinn bara strengjabrúða með kaskeyti og strýpur með hamarinn í annarri og snöruna í hinni. ...Sýslumaður er umboðsmaður ríkisvaldsins, svo að það er kannski ríkið sem er ekki að vinna vinnuna sína. En svo er nú alþekkt að menn sem komast í valdaembætti að þá skila þeir hausnum á sér um leið og þeir fá embættismerkið.

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband