Reykjavík, árekstrarbæli Íslands
18.1.2007 | 08:20
Samkvæmt tölum frá einu tryggingafélaganna urðu 11.100 umferðaróhöpp árið 2005 í Reykjavík einni. Það voru 56% umferðaróhappa á Íslandi það árið. Mikið er fjallað um Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Hringbraut þegar talið berst að umferðaróhöpppum í Reykjavík. Þó urðu innan við 10% þeirra á þessum þremur götum samtals, eða 1.021. Það eru því yfir 90% umferðaróhappa á öðrum götum og bílastæðum borgarinnar. Verstu gatnamótin árið 2005 þegar horft er til slasaðra voru gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar. Og svo kemur þessi setning: Flest tjónanna verða við ljósastýrð gatnamót.
Hafnfirðingar hafa á undanförnum árum fækkað ljósastýrðum gatnamótum og fjölgað hringtorgum og þar á bæ hafa menn séð verulegan árangur í umferðaröryggismálum. Er ekki kominn tími á að borgaryfirvöld taki þetta mál alvarlega?
Athugasemdir
Held að það þurfi að taka umferðarmál í Reykjavík til endurskoðunar, er ekki alveg að skilja þessi nýju gatnamót sem eru ekkert annað en upphækkun á umferðarljós. Búið að henda milljörðum í það að lyfta upp umferðaljósunum - kanski er bara betra að setja upp hringtorg ?
Svo er það þessi árátta að þurfa að vera á ráspól, menn eru í stórsvigi til að vera ná sem fyrst á næsta rauða ljóst, þegar á jöfnum hraða er hægt að keyra nánast úr Ártúnsbrekku og vestur í bæ á grænu ljósi. Nei menn þurfa að ná ráspól og eyða einn meira bensíni og standa svo á bremsuni þegar þeir koma á rauða ljósið - ætli þetta spili ekki stóran þátt í svifrykinu og mengun ? ekki holt efni sem losnar við svona mikla bremsun úr bremsuborðum/diskum á stóru jeppa ferlíkjunum.
Rúnar Haukur Ingimarsson, 18.1.2007 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.