Burt með staurana eða vegrið.
26.5.2010 | 21:05
Þitt er valið! Það er búið að keyra á meira en helming stauranna (samtals) síðan lýsingin var sett upp. Því miður hefur oft farið illa.
Það voru mistök að lýsa veginn.
Staurinn klauf vélarhúsið í tvennt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Annað varðandi staurana. Frágangurinn á þeim er heldur ekki réttur. Það er oft okkar Íslendinga vani að gera ekki alveg eins og framleiðendur mæla með í frágangi á hinu og þessu. Það var a.m.k. uppi á teningnum þegar þessir staurar voru settir upp.
Guðmundur (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 22:39
Ekki kæmi á óvart að einhver snillingurinn héldi því fram að staurinn hefði verið settu niður röngum stað.Þessi "heppni"gaur hefur nú sennileg verið aðeins á seinna hundraðinu.
Beggi (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 23:03
Burtséð frá hraðanum sem þessi ökumaður hefur greinilega verið á, en Birgir Þór er ekki rétt munað hjá mér að forsendan fyrir því að þessir staurar voru settir upp á sínum tíma var sú að þeir voru útbúnir svokölluðum brotboltum sem áttu að verða til þess að staurinn losnaði af sökklinum svo að ökutæki sem lenti á honum skemmdist minna með þess minni slysum á fólki?
Kjartan Þór (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 23:45
bara benda á það að þetta var á milli fitja og grænásbrekku í Reykjanesbæ, og þar eru þessir gömlu staurar
kom að slysstað (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 00:41
Nákvæmlega, það sést á myndinni að þetta er ekki nýji kaflinn á veginum þar sem nýju staurarnir eru.
Held að það væru mistök að taka lýsinguna, en það þarf að tryggja öryggi þarna betur kringum þessa staura.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 27.5.2010 kl. 07:37
Ekkert að þessum staurum annað en gömul hönnun. verra með bensínfótinn á bílstjóranum því hann var eitthvað verulega þungur. setjum bara hraðatakmarkara í þessa stóru bíla, klárlega gerlegt fyrst að það var gert við flest alla flutningabíla og rútur landsins.
Helgi (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 08:35
Það er ekkert sem bendir til þess að lýsing á svona vegum bæti umferðaröryggi. Það kemur ekkert fram í skýrslum sem bendir til þess og hef ég skoðað þó nokkrar. Þvert á móti. Tilraun í Bretlandi sýnir t.d. að slysum fækkaði eftir að slökkt var á staurum (Sjá http://www.bucksherald.co.uk/news/County-council-defends-lights-out.3782977.jp). Í versta falli mætti fjarlægja annan hvern ljósastaur á Reykjanesbrautinni. Ætla svo að vona að menn læri af reynslunni og fari ekki að lýsa Hellisheiðina.
Í minni birtu ekur maður ósjálfrátt hægar og því ósennilegra að maður lendi í slæmu slysi. Ég ek mikið á myrkum svæðum og tek eftir þessu. Ég ek sennilega á bilinu 10 til 20 km hægar á ólýstum vegum (og spara í leiðinni bensín). Til hvers eru annars ljósin á bílunum sjálfum?
- Sævar Helgi
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 27.5.2010 kl. 11:15
Ég held að það sé fínt að lýsa upp vegi en á Reykjanesbraut ættu ljósastaurarnir að vera á milli akreina og þær ættu að vera aðskildar með vegriðum. Það er nauðsynlegt þrátt fyrir að þar séu eymingjalegir skurðir sem eiga að koma í veg fyrir að bílar hendist á milli akreina.
Ljósastaurum er yfirleitt komið fyrir í utanverðum beygjum sem gerir að verkum að ef bíll skrikar til í hálku, þá eru miklar líkur á að hann stuði á staur. Þetta á sérstaklega við í hringtorgum en þar mætti fækka staurum og spara fé með því að hafa þá að innanverðu í hringtorgunum.
Ég held að það sé ekkert sniðugt að setja hraðahamlandi apparat í bíla, segi ekki meir.
Ég hef velt vegakerfinu mikið fyrir mér undanfarin ár og hef veitt því mikla eftirtekt hve öryggi er gríðarlega áfátt. Ég get nefnt mörg dæmi um vegi sem liggja aðeins órfáa metra frá hundruða metra háum björgum þar sem ekkert vegrið er í vegkanti. Fleira má nefna og ég fæ ekki skilið hvers vegna þessi mál lenda aftast í forgangsröðinni þegar vegir eru byggðir. Eru engar Evrópureglur sem við höfum tekið upp varðandi lágmarkskröfur sem gerðar eru til vega? Eða eru þær kannski bara alls ekki til?
Svo má líka minnast á hve mjóir/þröngir vegir á Íslandi eru. Það er gríðarlega mikilvægt umferðaröryggisatriði. Óaðskildar aksturstefnur þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. er eitthvað sem þarf að byrja strax á að útrýma.
Læt þetta nægja, það er farið að hitna svo í mér. Lifið heil.
Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.