Hraði, er það allt?
15.7.2010 | 23:47
Hve margir voru á ólöglegum dekkjum? Hve margir voru úti að aka? Hve margir óku brautina með lélegar bremsur? Hve margir fóru þarna um en hugurinn var annarsstaðar?
Er umferðarátak einungis og alltaf, aðeins spurning um hraða?
Umferðarátak á Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott að sjá að ég er ekki einn um að finnast það vera soldið undarlegt að það eina sem skipti máli sé hraðakstur. En fyrst þú talar um vanbúin ökutæki væri þá ekki ráð að herða eftirlit með skoðunarstöðvum? Ég hef fengið athugasemdir á ótrúlegustu atriði, svo sem að það vanti viðvörunarþríhyrning, framljósapera sé skökk í (sem er reyndar aldrei gott mál) og slök rúðuþurkublöð á bílum sem hafa verið með ónýtar spyrnufóðringar, spindilkúlur, stýrisenda og eða hjólalegur.
Ekki svo að skilja að bifreiðaskoðun eigi að nota sem bilanaleit þegar maður heldur að eitthvað sé að bílnum, en ef eitt eða fleiri af þessum hlutum eru ekki í lagi þá á bíll ekki að fá fulla skoðun og ég er ekki að tala um eitt skipti eða bara einn bíl. Og n.b. ég þrætti fyrir að bíllinn sem var með allar spyrnufóðringar ætti að fá fulla skoðun því það væri eitthvað að hjólabúnaðinum og það kostaði mikið streð að fá þá til að skoða það atriði aftur en fundu samt ekkert og voru bara með hund yfir að ég væri ósáttur.
Ástandsskoðun ökutækja er vissulega nauðsynleg, en eins og framkvæmdin á henni er hér á landi þá finnst mér soldið eins og þetta sé bara gjaldtaka af eigendum ökutækja.
Kjartan Þór (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 00:27
Nei, það er sko aldeilis ekki hraðinn sem segir allt. Aksturslagi og notkun ljósabúnaðar (stefnuljós, dagljós en ekki kastarar, o. fl.) er meira ábótavant finnst mér. Notkun akreina er einnig út í hött.
Morgunumferðareftirlit lögreglunnar snýst fyrst og fremst um hraðamælingar og myndatökur vegna of hraðs aksturs (sektir, engin inngrip). Þeim er sama um bílinn sem treður og skáskýtur sér á milli akgreina svo aðrir ökumenn neyðast til að víkja nánast upp á kantsteina til að forðast tjón.
Þeim er sama þó umferð vinstri akreinar mjakist áfram á 20 kílómetrum undir hámarkshraða, eða er alveg samstíga hraða þeirrar hægri. Vinstri akreinin er fyrst og fremst ætluð forgangsakstri - svo til framúraksturs og minnkun umferðarteppu.
Engu skiptir þó menn gefi ekki stefnuljós, eða gefi þau aðeins þegar í beygjuna er komið. Við lesum nefnilega öll hugsanir og vitum hvert hver og einn ætlar.
Algengur kvilli ökumanna bifreiða með kastara að framan er að vita ekki hvað dagljós eru.
Ég er alltaf smeykur í umferðinni, hvort sem ég ek bíl eða er farþegi, eða er fótgangandi (á því miður ekki hjól - ekki enn!).
Ástandsskoðunin er grín út af fyrir sig. Búnaður sem mestu skiptir er ekki skoðaður né prófaður nógu vandlega. Allt hitt sem fljótlegt er og einfalt er skoðað og prófað, og athugasemdir gerðar og jafnvel krafist endurskoðunar fyrir minnstu frávik (ónýt pera yfir númeraplötu, undið upp á bílbelti í aftursæti, rafgeymisljós virkt í mælaborði, handbremsa tekur ekki nógu vel í, og svo mætti lengi telja).
Forgangsröðun lögreglu í umferðareftirliti, sem og skoðunarstöðva bifreiða, er frámunalega undarleg.
Sigurður Axel Hannesson, 16.7.2010 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.