Var þetta í fyrsta og eina skiptið sem þú ókst drukkinn?

Eða var það um hverja helgi?
mbl.is Óskar engum viðlíka lífsreynslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

röra-hugsun í gangi?

Reyndu að horfa framm á við,breytir ekki fortíðinni með því að vera endalaust að grafa hana upp. Sætta sig við hana eða reyna lifa með henni og læra af henni.

Kv.

Notandi (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 09:28

2 Smámynd: Davíð Oddsson

Augljóslega var það þarna sem það skipti máli. Hvort hann hafi ekið drukkinn áður er ekki kjarni málsins.

Davíð Oddsson, 28.7.2010 kl. 10:28

3 identicon

sérkennilegur hugsanaháttur hjá manni sem vill hafa eitthvað til málana að leggja þegar kemur að ökutækjum og notkun þeirra.

Birgir, þú ert sennilega svo heilagur að engin sem feilspor hefur tekið á afturkvæmt inn í samfélagið??
þessi einstaklingur braut af sér, og þurfti að gjalda fyrir það með lífi skyldmennis, og mun hann bera þungan kross alla sína ævi fyrir vikið.

núna er þessi maður að segja sögu sína öðrum til forvarna, og á hann hrós skilið fyrir það.

eru þessar athugasemdir hjá þér kanski tilkomnar af afbrýðisemi vegna þess að þú færð lítið af verkefnum í forvörnum núorðið.... það er kanski vegna þessa þröngsýna hugsunarháttar þíns!

Karl (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 10:40

4 identicon

Reyndar man ég eftir þessu slysi og umræðuna í kring um það.  þá var það ekki spuring hvort, heldur hvenær frændurnir myndu lenda í þessu.  Því það var víst ekki undartekning að þeir keyrðu fullir.  :( 

En þó gæti verið um annan einsakling að ræða og ef svo er þá biðst ég forláts.

Njóli (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 10:49

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Sérkennilegar athugasemdir. Undarlegar.

Karl þér að segja, ég hef ekki sóttst eftir verkefnum í forvörnum. Ég var hér í „denn“ hins vegar oft beðinn um að taka þátt í slíku. Undarlegar þessar hugsanir þínar.

Davíð, í svona „játningum“ er það einmitt fortíðin sem skiptir máli. Var þetta slys slys, eða var þetta slys afleiðing lifnaðarhátta þar sem blásið var á lög og reglur. Var þetta tiltekna tilvik aðeins eitt af mörgum?

Það eru til rannsóknargögn sem sýna að í hverjum 600 umferðaróhöppum verða slysa á fólki í 10 tilvikum, þar af eitt tilvik með alvarlegum afleiðingum.

Því spyr ég: Var þetta í fyrsta og eina skiptið sem þú ókst drukkinn?

Það er til lítils að segja sögu sína af svona afleiðingum, ef þagað er um hvers vegna og hvað leiddi til svona hörmulegra afleiðinga.

Ég tel, þó ég hafi ekki gögn til þess að sanna mál mitt, að lang flest slys af völdum ölvaðra ökumanna er afleiðing endurtekinna tilfella ölvunaraksturs - en ekki fyrsta og eina sinnið.

Ergó: - það má koma í veg fyrir svona slys með því að aka aldrei eftir einn. Sá sem ekur eftir einn ekur næst eftir tvo. Síðan þrjá. AÐ LOKUM OFURÖLVI OG ÞÁ VERÐUR EKKI AFTUR SNÚIÐ.

Birgir Þór Bragason, 28.7.2010 kl. 17:32

6 Smámynd: Davíð Oddsson

Það má vel vera að maðurinn hafi keyrt fullur áður eða kannski ekki. Það bara kemur þessu máli nákvæmlega ekkert við.

Það sem skiptir máli er að hann ók fullur og lenti í slysi sem olli dauða frænda hans. Slíkt er ekki eitthvað sem menn sækjast eftir að lifa með og það er það sem hann er að segja í þessari frétt.

Allar pælingar um það hvort hann hafi keyrt drukkinn áður, eða verið í óhreinum nærbuxum koma þessu máli því ekki við.

Ef þú þarft að velta þér upp úr þjáningum þeirra sem þér finnst greinilega bara eiga það skilið (ég get ekki lesið annað úr þessari færslu þinni allavega) þá finnst mér að þú eigir bara að halda því fyrir sjálfan þig, eða hugsanlega ræða það innan þíns eigin hóps, sem hugsanlega vill velta sér upp úr þessu með þér.

Davíð Oddsson, 4.8.2010 kl. 18:08

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Davíð Oddsson þú verður bara að eiga það við þig hvað þú lest úr þessari færslu.

Við erum og verðum greinilega ósammála um hvað skiptir máli.

ps. því ætti mér að vera í mun að velta mér upp úr þjáningum annarra?

Birgir Þór Bragason, 4.8.2010 kl. 18:42

8 Smámynd: Davíð Oddsson

Birgir Þór Bragason, ég veit ekki hvers vegna þér ætti að vera það í mun, en þessi færsla sýnir mér ekki annað en það. Ég ætti kannski frekar að spyrja þig...

Davíð Oddsson, 4.8.2010 kl. 20:26

9 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Davíð Oddsson þú ætlar mér þessa ómannúð. Að ósekju.

Þessi ætlun þín er hingsvegar dæmigerð fyrir óskamfeilni nú orðið. Hún dæmir þann sem henni beitir.

Birgir Þór Bragason, 4.8.2010 kl. 20:49

10 Smámynd: Davíð Oddsson

Nú þekki ég þig ekki neitt og dæmi þig því bara af því sem ég les eftir þig.

Þú kallar það óskammfeilni. Gott og vel það má vel vera rétt hjá þér, en skrif þín einfaldlega vöktu þessi viðbrögð hjá mér. Kannski las ég of mikið úr þeim, eða kannski hefðir þú bara betur haldið þeim fyrir þig sjálfan.

Um það verðum við sjálfsagt ekki sammála og þá verður það bara svo.

Davíð Oddsson, 4.8.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband