Enn einu sinni...

...verður bílvelta á þessum stað. Ekki spurning um hvort heldur hvenær þarna verður banaslys.

Það hefur áður verið bent á að þarna verður að setja vegrið.


mbl.is Í felum á Klambratúni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bílar velta - bílveltur verða ekki!

Hvernig getur vegrið komið í veg fyrir að menn velti bílum á miðjum veginum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.8.2010 kl. 07:59

2 identicon

Bíllinn fór í gegnum grindverkið áður en hann valt og það er það sem verður að koma í veg fyrir með vegriði.

Það er ótrúlegt að horfa upp á að það skuli ekki vera komið þarna vegrið á þessum stutta kafla sem stöðugt er verið að keyra í gegnum. Það þarf greininlega banaslys til að koama því í gegn eins og á Hafnarfjarðaveginum við Arnarnes.

Atli Sturluson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 08:07

3 identicon

Ég held nú reyndar að þessi tilvik þar sem menn missa bíl yfir á vitlausan vegarhelming á þessum stað verði í öllum tilvikum að flokkast undir aulahátt, gáleysi eða fíflaskap ökumanna í hverju tilviki.

Vissulega þarf vegrið þarna eins og mætti ætla að ætti að vera alstaðar þar sem akstursstefnur eru aðskildar, en þetta er í raun ekki erfiður vegakafli og því afar óeðlilegt að þetta gerist svona oft, þarna er veghalli nálægt því að vera réttur og milli aflíðandi beygjur.

Hef grun um að þetta sé í flestum ef ekki öllum tilvikum afleyðing ofsaaksturs eða ölvunaraskturs og við þeim vandamálum er að mínu viti bara til ein lausn sem gæti virkað hér á landi og hún er aukin sýnileg löggæsla í umferðinni, vissulega er hún dýr en ég held að þegar upp er staðið þá sé það hagkvæmara fyrir þjóðfélagið að auka kostnað þarna um 100% en að láta núverandi ástand líðast.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 08:49

4 identicon

Kannski áður en einhver gerir athugasemd við það þá flokka ég ölvunar og ofsaakstur undir gáleysi og fíflaskap. Menn þurfa að hafa meira en lítið skrýtnar hugmyndir um lífið til að telja að það sé í lagi að aka drukkinn og halda að það versta sem gerist í slíkum fíflaskap sé að löggan stoppi mann.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 08:51

5 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Vegrið á þessum stað væri að sjálfsögðu mjög æskilegt.  Væri hins vegar ekki einfalt og tiltölulega ódýrt að setja upp hraðamyndavélar þarna sitt hvorum megin við götuna.  Allir myndu vita af henni þarna og það myndi verulega draga úr ofsaakstri á þessum stað.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 4.8.2010 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband