Það er ekkert vegrið þarna!

Þarna er bara manndrápsgirðing. Ekki í fyrsta sinn sem ekið er á hana við Miklubraut en dæmi eru um að tindar þessara girðinga hafi stungist í gegnum fólk.

AÐ AUKI ER VEGURINN STÓRHÆTTULEGUR ÞARNA EINS OG MARG HEFUR KOMIÐ Í LJÓS. ÞARNA ÆTTI AÐ VERA VEGRIÐ!


mbl.is Ók niður vegrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Um þetta skrifaði ég á blogg mitt þá, þann 19. nóv 2005:

Talsverðar umræður hafa verið (eftirá) um ágæti Hringbrautarinnar, já eða réttara sagt ó-ágæti. Þar hafa menn látið í veðri vaka að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir stærð hennar og landrými undir hana. Aðrir hafa sagt að þetta sé ljótt.

Það er í raun ótrúlegt klúður sem hér hefur átt sér stað. Hvað varðar öryggi á þessum nýja hluta Hringbrautarinnar þá eru nokkrir staðir sem eru hættulegri en aðrir. Fyrst skal telja tengingu hennar við Miklubraut. Þegar ekið er í austur er komin blindbeygja við fyrsta húsið í Hlíðarhverfinu. Vegna hljóðmúrs hægramegin við Hringbrautina er útsýni mjög takmarkað og bara spurning hve alvarlegt slysið verður, hætt er við að bifreið á austurleið fari yfir á akrein með umferð á móti. Það verður árekstur úr gagnstæðum áttum og það verður alvarlegt!

Um þessa bloggfærslu var síðan fjalla í fréttum Stöðvar 2 þegar fyrsta óhappið varð. Síðan eru liðin mörg ár og mörg óhöpp. Er beðið banaslysi þarna?

Birgir Þór Bragason, 15.9.2010 kl. 09:11

2 identicon

Það er alveg með ólíkindum að ekki skuli vera komið vegrið þarna þar sem vegurinn beygir. Það þyrfti bara ca 100 metra vegrið til að laga hættulegasta kaflan. Best væri samt að vegriðið næði að ljósunum.

Sennilega verður ekkert gert fyrr en banaslys hefur átt sér stað.

Atli Sturluson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband