Misnotkun á orði
27.1.2007 | 18:39
Það getur nú varla verið alvarlegt umferðaróhapp þegar enginn slasast. Það er nú líka merkilegt að þessi óhöpp virðast, samkvæmt fréttinni, ekki vera ökumönnum að kenna. Ökumaður með reynslu veit að ljós bifreiðar sem hann er að fara að mæta munu skerða sýn hans. Þessu ætti hann að bregðast við áður enn hann blindast.
Ef það næsta var hálkunni að kenna, því óku ekki allir hinir sem óku sama hála veg, á eitt eða annað. Það á að aka eftir aðstæðum.
Í því þriðja fór hjól undan bíl. Afhverju ætli það hafi gerst? Kannski ættu ökumann að ganga hringinn um bílinn annað slagið og kanna ástand hans. Öll þessi óhöpp virðast þessum ökumönnum að kenna, ekki einhverju eða einhverjum öðrum.
Alvarleg umferðaróhöpp í Borgarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og talað úr mínum munni. Takk.
Sveinn Ingi Lýðsson, 28.1.2007 kl. 00:16
Hjartanlega sammála!
Laufey Valsteinsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 10:32
Sæll Birgir, mig langar bara til að þakka fyrir góða pistla um umferðaröryggismál.
Baldur Már Bragason, 29.1.2007 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.