Hjóla og göngustígar

Það verður þá væntanlega líka rukkað skrefagjald á gangstéttum og reiðhjólafólki gert að greiða fyrir sín afnot af sameiginlegum eigum landsmanna.
mbl.is Veggjöld um GPS í stað eldsneytisskatta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Takk fyri að gera þessa vangaveltur opinbera, Birgir Þór. Þú ert pottþétt ekki sá eini sem hugsar á þessum nótum. 

En nei, í tilvikum hjólreiðamanna og gangandi verður skráð inneign hjá ríki og sveitarfélög vegna jákvæðra áhrifa, mælanleg í venjulegum hagfræilegum skilningi og á sviðum sem erfiðara er að "mæla" hagfræðilega.

Sjá til dæmis 

http://www.umhverfisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/1442

"Kostnaður við mótvægisaðgerðir er mismikill en ljóst er að ódýrar aðgerðir geta skilað umtalsverðum árangri. Kostnaðurinn spannar allt frá aðgerðum sem gefa hreinan fjárhagslegan ávinning svo sem aukin áhersla á göngu og hjólreiðar, eða aukin notkun sparneytnari bifreiða, til mótvægisaðgerða sem eru fremur dýrar, t.d. raf- eða vetnisvæðing samgangna."

http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/1691

"Fyrstu samgöngusamningar umhverfisráðuneytisins og starfsfólks þess voru undirritaðir í dag. Samkvæmt samningunum mun umhverfisráðuneytið kaupa strætisvagnakort fyrir starfsfólk sem að jafnaði notar almenningssamgöngur og komið verður til móts við þá sem ganga eða hjóla til og frá vinnu með þátttöku í útlögðum kostnaði, til dæmis vegna hlífðarfatnaðar."

http://www.samgonguraduneyti.is/malaflokkar/umferdamal/frettir/nr/3258

Marta Birna bendir á að það sé í hæsta máta eðlilegt að í ráðuneyti samgöngumála, þar sem er meðal annars á stefnuskrá að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum, gangi starfsmenn á undan með góðu fordæmi. ,,Með því að starfsmenn eru með styrk hvattir til að ferðast á umhverfisvænan hátt leggjum við okkar að mörkum í þágu umhverfisins fyrir utan hvað þetta er þægileg og holl hreyfing. Þess vegna get ég hvatt alla sem geta nýtt sér þessar leiðir að gera það. Ég notaði styrkinn sem greiðslu uppí reiðhjól og fyrir utan að sækja vinnu á hjólinu er hentugt að geta farið á fundi á hjólinu ef því er að skipta og það hef ég notað talsvert.”

( Þetta með inneign var grín, en eins og fréttirnar úr ráðuneytum sýna þá er þetta ekki  víðs fjarri sannleikanum samt.  )

Morten Lange, 4.10.2010 kl. 12:03

2 identicon

Hræddur um að þetta hafi slæm áhrif á þessar jaðarbyggðir höfuðborgarsvæðisins ef af verður, nóg virðast vandræðin samt vera.

karl (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 12:39

3 Smámynd: Morten Lange

Reyndar er hættuleg hugsunarvilla að segja ( eins og sagt er á vefsíðu Umhverfisráðuneytisins ) að "aukin notkun sparneytnari bifreiða"  skili sparnaði. Rétt eins og það sé ekki sparnaður ef þú kaupir 20 litar af mjólk á hálfvirði, en þurfti eiginleg bara á 2 litrum að halda. 

Þetta stenst bara ef það sem gerist er að notkun á eyðslufrekum bílum minnki, og aukingin í  notkun á eyðslugrönnum bílum verði ekki  svo mikill  að heildareyðsla aukist.

Á undanförnum árum hafa bílar batnað hvað varðar mengun á hvern kilometer, eða á hver litri af bensíni, en vegna aukningar í umferð, hefur mengunin, meðal annars sú sem leiðir sumt fólk til ótímabæra dauðdaga, samt aukist.  ( Í kreppunni hefur að vísu dregið eitthvað út umferðinni hérlendis. )

Morten Lange, 4.10.2010 kl. 15:01

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Kæri Morten. Íslanzkan er litríkt og skemmtilegt tungumál. Stundum talar fólk í hálfkæringi eða í kaldhæðni. Ef þú ert ekki viss þegar þú lest eitthvað sem mögulega er af þeim toga þá ættir þú að leita ráða hjá þeim sem hafa gott vald á tungumálinu.

ps. þetta á líka við þegar þú ætlar að útskýra fyrir okkur hvað aðrir segja.

m.v.h. BiggiBraga.

Birgir Þór Bragason, 4.10.2010 kl. 15:28

5 identicon

Bíðið róleg því þetta er bara fyrsti fasi.
Nást fáum við mánaðarlega rukkun um hve marga kílómetra við ókum of hratt í unangengnum mánuði, hvar var ekki stoppað á stöðvunarskyldu, hve lengi var lagt á gjaldskylt svæði og svo framvegis.
Steingrímur er bara rétt að fatta möguleikana á skattheimtu og GPS. Guð forði okkur frá því að þessi fjársjúki maður fái tækifæri til að nýta sér tæknina.

Blikkgellan (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband