Danir eru ekki auðveld bráð
29.1.2007 | 07:16
Ég bara verð að bregða útaf umferðaröryggissporinu eitt augnablik. Danskir íþróttafréttamenn og meðreiðarsveinar þeirra, sérfræðingarnir, eru búnir að sigra í leiknum við okkur Íslendinga. Þeir voru farnir að tala um okkur sem auðveldustu mótherjana strax þegar tíu mínútur voru eftir af leik þeirra í gærkvöldi. Hefðum ekki getað verið heppnari, við erum svo gott sem komin áfram í fjögurra liða úrslit, þetta heyrðist aftur og aftur.
Það er nánast ekkert fjallað um gengi Íslendinga í dönskum fjölmiðlum ef frá er talin frétt snemma í mótinu þar sem sagt var frá því að Ísland væri á leið út úr HM. Í undirmálsgrein var síðan sagt frá því að Frakkar hefðu tapað gegn okkur, ekki að við hefðum sigrað Frakka.
Dönsku markmennirnir hafa verið bestu menn liðsins, og einn gamall og frekar þungur (að sjá) leikmaður, Boldsen. Þá verðum við að gæta að Jensen, frekar flinkur handboltamaður. Jæja vonandi náum við nú góðum leik á morgun, það verður erfitt að leika við Danina í Hamborg, nær dönskum áhorfendum hefði danska liðið ekki getað leikið. Það verður ekki eitt sæti laust í höllinni þar.
Danir verða mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gaman að lesa þetta, vonandi verður þetta framhaldið, þ.e. að Danirnir vanmeta okkur. Þú mættir endilega halda áfram að láta okkur vita hérna heima, hvað þessar kartöflur eru að segja þarna í sjónvarpinu um lið Íslands.
kv. Bragi Dór
Braginn (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.