Það var nauðsynlegt að bregðast við
27.11.2010 | 08:16
Aðstæður þarna voru algjörlega óðviðunandi. Það var ekki hægt að bíða eftir ákvörðun frá einhverjum sem hvorki geta né vita hvernig átti að bregðast við.
Hér kemur enn einu sinni í ljós að pólitíkusar eru misvitrir. Karl og hans lið eru greinilega óvitar þegar kemur að umferðaröryggismálum.
Húrra fyrir þori starfsmanna vegagerðarinnar.
Óánægja með vinnubrögð Vegagerðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algerlega sammála, það voru amk. 5 bílar búnir að fara í gegnum grindverkið þarna í hálku og enda á öfugum vegarhelming, og var því aðeins tímaspursmál hvenær það yrði alvarlegt slys þarna. Vegrið var rétta lausnin að svo stöddu, en eflaust væri hægt að endurskoða það þegar að umferðarhraða hefur verið náð niður á þessum slóðum. Óþarfi var að stofna fleirum í hættu meðan að Reykjavíkurborg væri að hugsa málið hvað væri best að gera.
Eyjólfur (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 08:57
Taka niður vegriðið svo fávitarnir sem eiga ekki að hafa bílpróf geti haldið áfram að keyra í gegnum girðinguna og setja líf samborgara sinna í hættu? Hverslags apakettir eru þetta hjá borginni? Bara af því að þeir fengu ekki að ráða vilja þeir taka niður þessa frábæru öryggisráðstöfun.
corvus corax, 27.11.2010 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.