Er fyrirsögnin slys?

Er hægt að fækka banaslysum? Ætti ekki ferkar að segja fækkum tíðni slíkra slysa? Eða drögum úr líkum á áverkum þegar óhöpp verða?

Auðvita eiga Íslendingar að taka upp núllsýn í samgöngumálum. Er hún ekki nú þegar til staðar hvað varðar flugsamgöngur? Er það ekki óásættanlegt að missa fólk í flugslysum?

Þingheimur mætti endurskoða þá ákvörðun að sóa féi í Vaðlarheiðargöng. Almenningur mætti rýna í eign barm og taka afstöðu gegn ölvunarakstri. Verum óhrædd að tilkynna um slíkt þegar ættingjar og vinir eiga í hlut.

Eigum við að krefjast þess að ekki verði hægt að aka bíl nema með öryggisbeltin spennt í þeim sætum sem setið er í?

Það búa ekki nema nokkur þúsund í Garðabænum. Samt eru 3 árekstrar á dag þar. Rannsókn sem gerð var sýnir að í hverjum 600 árekstrum verða slys á fólki í 10 tilfellum, þar af með alvarlegum afleiðingum í einu þeirra. Hvað gerir bæjarstjórn við svona upplýsingar? Getur hún notða þær? Vill hún það?

Eru öryggisbelti í skólarútum? Í Mosfellsbæ til dæmis? Eru þau notuð?

Umferðaröryggi kemur ekki ofan frá. Ekki frá ráðherra eða þingmönnum. Það kemur innan frá. Frá hverjum og einum. Hvað ætlar þú að gera í umferðaröryggismálum?


mbl.is Enginn á móti því að fækka banaslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

það sem ætti að kenna okkur Íslendingum er ap vera með smá tillitsemi.

ég er núna búsettur á Filipseyjum og bý á Merto Manila svæðinu og hérna búa margar milljónir manna og umferðin er geggjuð vægast sægt 

en ég verð alls ekki var við mikið af árektum havp þá hörum árekrum

hvers vegna?? 

það er eitt hérna sem menn hafa í huga það er ekkert sem heytir að "eiga" réttin eing og Íslendingar allment hugsa.

þessu hugafari þarf að breyta 

t.d þegar ég er í leigubíl eða þessum "jeepny" og bílstjórinn kemur að gatnamótum þar sem hann"á" réttin það er sama hann hægir á ferðini til að vera viss 

þetta er almet hérna svona

og mörg gatnmót eru hreinlega ekki með stöðvunar skyldu og ég hef ekki séð neitt biðskildumerki ?

Magnús Ágústsson, 29.11.2010 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband