Takk fyrir frábæra skemmtun

Þetta var frábær skemmtun. Við erum stolt af strákunum, þvílíkur dugnaður. Þetta var heppnissigur hjá dönum, ég held að flestir geti verið sammál um það. Við vorum betri í handbolta en það er erfitt að lenda á móti liðið sem hefur slíkan markmann sem danir eiga. Ég hef fulla trú á að við sigrum Rússana, áfram Ísland.

p.s dönsku í þróttafréttamennirnir héldu ekki vatni, þeir felldu tár og góluðu af gleði :) það var nú eiginlega bara gaman að hlusta á það.


mbl.is Alfreð: „Stoltur af íslenska liðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta er rétt, nafni.  Vid eigum ad vera stolt.

Thad var gaman ad mæta í vinnuna í morgun hérna í Baunaveldi.

Fólk tók á móti mér med handabandi og thakkadi fyrir leikinn, fullt virdingar fyrir alræmdum baráttuhug Íslendinga.  Rétt eins og ég hefdi sjálfur verid á vellinum.  Danir eiga sér, eins og thú sjálfsagt thekkir, hugtak sem heitir "håneret", th.e. sigurvegari í leik ávinnur sér rétt til ad hædast gódlátlega ad theim sem tapar, allt innan skynsamlegra marka ad sjálfsøgdu.  Ég hef enn ekki mætt einum einasta sem nýtir sér thad, svo mikil er samkennd theirra Dana sem ég hef mætt í dag. Og thad segir ýmislegt um óttablandna virdingu Dana fyrir "trøllunum frá eldgosaeyjunni".

Bestu kvedjur til drengjanna.  Nú á ad bera høfudid hátt og hreppa 5. sætid.

Kvedja,

Birgir Birgisson, Langå á Jótlandi

Birgir Fannar Birgisson (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 07:57

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það er sama hér í Kaupmannahöfn, samstarfsmennirnir, þeir dönsku eru eiginlega sorry yfir þessu :) Bæði þessi lið hefðu nú eiginlega átt að komast áfram í undanúrslit.

Birgir Þór Bragason, 31.1.2007 kl. 08:30

3 identicon

Iss, mínir samstarfsmenn (á Rigshospitalet) hafa ekki verið jafn "kurteisir".  Skotin er hörð og úr öllum áttum.  Meira að segja hafa nokkrir ekki svo hávaxnir "kúnnar" látið ýmis vel valin orð flakka.  Allt í góðu þó ennnnn :)

 Elín

Elín Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband