EN hefur eitthvað lagast?

Því miður eru fá merki um slíkt. Samtala látinna og alvarlegra slasaðra er hærri árið 2010 en 2009. Því miður.

Án þess að hafa um það tölur þá er tilfinning mín sú að færri nýliðar hafi verið á ferðinni árið 2010 en árin á undan. Nýliðarnir aka væntanlega líka færri kílómetra hver og einn við þær aðstæður sem eru í þjóðfélaginu. Ef og þegar menn ætla að draga ályktanir af slysatölum ársins þarf miklu fleira að vera inn í myndinni en bara tala látinna.

Eftir að hafa ekið í borgarumferðinni nú um jólin (bý erlendis) er tilfinnig mín sú að ekkert hafi breyst til batnaðar, nema tilkoma vegriða á fleiri vegi. Þó vantar þau enn á Reykjanesbrautina norðaustan við Smáralindin. Þar tifar tímasprengja. Hin almenni ökumaður er jafn tillitslaus og frekur og áður. 


mbl.is Fæst banaslys í umferð á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband